MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

fimmtudagur, apríl 29, 2004

This is me, walking the catwalk ;)

awwwww... ég verð að sýna ykkur ÞETTA og ÞETTA. *sniff* ætli ég eigi nokkurn tímann eftir að fara í "svona"kjól aftur *meira sniff*
Rosalega var þetta annars gaman, að labba catwalkið!!!

stutt löng stutt stutt löng

trallaralla, ætli það sé hægt að drukkna í lærdómi. Allavega þá er ég komin ansi nálægt því........
Annars ætlaði ég bara að monta mig smá, jebb ég er að fara á Pixies með Ernu fernu og Svövu sætu. Liggaliggalá......

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hvað getur þú dundað þér við að gera í Hagkaup á meðan konan þín verslar!

1. Náðu þér í 24 kassa af smokkum og dreifðu þeim handahófskennt í innkaupakerrur annarra þegar þeir eru ekki að horfa.

2. Stilltu allar verkjaraklukkurnar í raftækjadeildinni þannig að þær fari í gang á 5 mínútna fresti.

3. Búðu til slóð með tómatsafa á gólfið alveg að klósettunum.

4. Settu M&M í útsölurekka.

5. Tjaldaðu í útivistardeildinni og segðu öðrum viðskiptavinum að
þeir séu ekki boðnir nema þeir komi með kodda úr rúmfatalagernum með
sér.

6. Þegar starfsmaður snýr sér að þér og býður þér aðstoð, farðu þá að
grenja og segðu ,,af hverju getur fólk ekki bara látið mig í friði?"

7. Horfðu beint í öryggismyndavélina og notaðu hana eins og spegil á meðan þú borar í nefið.

8. Þegar þú handleikur beitta hnífa í búsáhaldadeildinni spurðu þá starfsmann hvort geðlyf séu seld í búðinni.

9. Stikaðu um verslunina með grunsemdarsvip og sönglaðu hátt
byrjunarlagið úr 'Mission Impossible'.

10. Feldu þig í fataslám og þegar fólk skoðar föt, stökktu þá fram og
segðu hátt ,,Veldu mig.. veldu mig....."

11. Þegar tilkynning hefur heyrst í hátalarakerfinu taktu þá um
höfuðið og segðu ,,oh þessar raddir aftur..."

12. Farðu inn í mátunarklefa og kallaðu hátt ,,hey það vantar
klósettpappír hér..."

þriðjudagur, apríl 27, 2004

dísus :P

Nú er teljarinn eitthvað bilaður, hmmm..... best að hringja á viðgerða"tækni". Er ekki annars allt orðið eitthvað tæknir, heyrði sölutæknir um daginn og svo er náttúrulega ræstitæknir. Ætli ég geti þá kallað mig leturtækni, layouttækni eða barasta hönnunartækni eða prenttækni?

mánudagur, apríl 26, 2004

Sagan af Hlín og Bangsa bestaskinn

Eitt sinn á laugardagskveldi lagði Hlín leið sína á skemmtistað að nafni Pravda. Hún var allsgáð þetta kvöld og hafði hug á að ná sér í vatnsglas af barnum þegar líða tók á nóttina. Mikið var af fólki sem hafði einnig hug á að næla sér í eitthvað drykkjarhæft, svo Hlín litla þurfti að bíða í nokkra stund eftir athygli barþjónsins. Stóð hún þar við hliðina á bangsa stórum og mikið ölvuðum, og hér byrjar sagan...........

Hlín (hugsar): *flauti flauti* voðalega er mikið að gera hérna!

Bangsi besta skinn: *slef og frussss* ég bara verð að segja þér það að þú ert alveg ótrúlega falleg

Hlín (hugsar): ohhhh, nei týbískt. Nenni ekkki svona rugli, hættu að frussa framan í mig og þú angar eins og bruggverksmiðja

Hlín (segir): takk fyrir það, alltaf gaman að fá hrós

Bangsi bestaskinn: þú ert alveg ótrúlega falleg, bara fallegasta stelpa sem ég hef séð. Ég er alveg rosalega góður strákur, heiti bangsi besta skinn og er besta skinn *meira frusss* Eftir hverju ertu að bíða?

Hlín (hugsar): plís farðu, ég nenni ekki að tala við þig og nei þú dirfist ekki að taka utan um mig. Ég var allavega ekki að bíða eftir þér!

Hlín (segir): hahaha, ég er nú bara að bíða eftir athygli frá barþjóninum

Bangsi besta skinn (kominn með andlitið alveg ofaní Hlín litlu): Ertu kannski frátekin?

Hlín (hugsar): BINGÓ!!! flóttaleiðin komin :D

Hlín (segir): JÁ!!!! ég er það víst *krossa fingur í laumi*

Bangsi bestaskinn: það hlaut að vera! annað væri náttúrulega bara rugl, svona falleg stelpa eins og þú. *frussifruss*

Hlín (hugsar): Jössss... *hoppi hopp af kæti*

Hlín (segir): Já svona er þetta :)

Bangsi bestaskinn snýr sér að næsta fórnarlambi.............


laugardagur, apríl 24, 2004

Decision made

Jebbs, ég er búin að ákveða það! Frá og með næstu mánaðarmótum verð ég dökkhærð ;D Ég ætla að láta lita hárið á stofu (tek sko engar áhættur með heimalitun) og ætla að láta særa í leiðinni, aðrar major ákvarðanir verða bara teknar á staðnum!

íhaaaaaa.......

Híhí, þið verði að kíkja á þetta
ooooooooog syngja svo með......... vo la re o o, kantare .... trallarallarala :)

föstudagur, apríl 23, 2004

PFFFAHAHAHAHAHAHA.......

Smári frændi var að leiða Ungfrú Reykjavík stúlkurnar til sætis :D
Það er aldeilis að maður á fæga frændur!!!!
OMG, ég held að ég sé að verða eitthvað klikkuð, að hanga svona alein heima á föstudagskvöldi :o/

Húbba húlle húlle húlle

Ég gerðist svo fræg í gær að fá að láta reyna á hæfileika mína í að húlla hopp :o/
Hörður dró einn af nýju nágranna félögunum sínum hér heim í gær og hafði hann meðferðis þetta snilldar tæki "húllahopp". Ég fór náttúrulega að hreykja mér af því hvað ég hefði nú verið mikill meistari í þessu sporti á mínum yngri árum og getað húllað alveg frá hálsinum og niður í tær án þess svo mikið að blása úr nös.
Ég ákvað því að díla smá við hann og leyfa pjakknum að kríta á stéttina mína í skiptum fyrir smá reynsluhopp. Hann samþykkti það og ég tók við hringnum. Ég skellti honum auðvitað um mittið og byrjaði að sveifla mjöðmunum, en hvað gerðist? Ákkúrat ekki neitt!!! Hann datt beinustu leið niður á gangstétt, sama hvað ég reyndi :'(

Ég bara trúi þessu ekki, ég sem hélt að þetta væri eins og að læra að hjóla. Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist. Nú er ég orðin svo ákveðin í að geta þetta aftur, að ég fékk hringinn í láni hjá stráknum, gegnt því að hann mætti koma að vild og kríta hjá mér. *púff* nú er eins gott að æfa sig svo maður haldi heiðrinum næst þegar maður fer að monta sig ;)

húlle húlle húlle :P

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Suuuuuumar og sól, sumar og sól :D

Gleðilegt sumar!!
Jæja, þá er komið sumar :) Ég og krúsilíus skelltum okkur í smá ferðalag í dag, í Sólheima. Við fórum á leiksýninguna um Latabæ sem íbúarnir á Sólheimum voru rétt að ljúka við að setja upp. Þetta var hreint út sagt frábær sýning í alla staði *þrefalt húrra fyrir leikurunum* Þar mátti meðal annars finna fimm Sollur, tvo Sigga og lítinn íþróttaálf sem að flaug um loftin í heljarstökkum og flikk flökkum. Krúsilíus sat eins og frosinn og horfði með aðdáun á allt hæfileikafólkið, ásamt því að troða í sig fullt af íþróttanammi (heilli Sólheimaræktaðari agúrku). Svo eftir allt fjörið og smá afslöppunarkók, brunuðum við í bæinn og fengum okkur ekta Tomma hamborgara, nammi nammi namm :) Nú er litli kútur bara steinsofnaður eftir vel heppnaðan sumardag.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Chernobyl

Þið verðið að kíkja á þetta!!!! Þetta er saga og myndir frá Chernobyl. Virðist ekki vera neitt spennandi í fyrstu, en haldið áfram að lesa og skoðið myndirnar, þær eru magnaðar.

"fegurðarblettir"

*Bjakk* ég var í búningasögu í gær og þá vorum við að fara yfir tískuna á árunum 1750-1850. Þið munið örugglega flest eftir tímabilinu þegar stóru hárkollururnar og fegurðarblettirnir voru í tísku, allavega, Þá var ástæða fyrir þessum blettum. Á þessum tíma var kynsjúkdómurinn Sifilis mjög útbreiddur og honum fylgdu sár á líkamanum og þar á meðal andlitinu. Þessir "fegurðarblettir voru því ítrekað notaðir til að fela þessi sár og voru margar hórurnar orðnar vel skrautlegar í andlitinu og langt niður á bringu!!!
Þetta vissuð þið ekki hmmmm....... ;)
Mórall sögunnar: aldrei að sofa hjá manneskju með "fake" fegurðarblett

þriðjudagur, apríl 20, 2004

gloomy sunday

Ég fór svona að spá í framhaldi af því að ég hef verið að hlusta á lagið Gloomy sunday að undanförnu. Ég held að flestir þekki sögusagninar um að lagið var bannað í Ungverjalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi af því það var talið að lagið kæmi fólki til að fremja sjálfsmorð bara við það eitt að hlusta á lagið. Þetta var náttúrúlega ýft upp úr öllu valdi og ég er hér enn þó svo að ég hafi heyrt lagið þónokkrum sinnum ;) Allavega þá fór ég þarafleiðandi að leiða hugann að Ungverjalandi og ungverskri tónlist. Það eru til alveg rosalega mörg falleg ungversk lög, en þau eiga það eiginlega öll sameiginlegt að vera alveg rosalega tregafull og sorgleg. Ég fór náttúrúlega á stúfana á netinu til að reyna að kanna það hvað ylli þessu og las ég að í Ungverjalandi eru flest sjálfsmorð framin miðað við höfuðtölu. T.d. árið 1984 voru framin 45,9 sjálfsmorð á hverja 100.000!!! Núna langar mig svo mikið að vita hver ástæðan er, það eina sem mér dettur í hug er hvort það sé nokkuð einhver hefð í Ungverjalandi að taka líf sitt, ef eitthvað amar að eða maður gerir eitthvað af sér?

Ég ætla að láta fylgja með smá texta
'Gloomy Sunday' is a mournful song about a young man deciding to follow the woman he loves into death, written and recorded in Hungary in 1933. A composer named Reszo Seress wrote it shortly after breaking up with a long-time girlfriend, and it quickly became popular, but also began to develop an odd reputation as the 'Hungarian Suicide Song'. A number of deaths were linked to Gloomy Sunday, with suicides following a playing of the song, or lyrics from it appearing in suicide notes. Shortly after he approached her seeking a reconciliation, the composer's girlfriend killed herself, leaving a note reading only "Szomorú Vasárnap" -- 'Gloomy Sunday'.

An English language version was recorded, and Gloomy Sunday's reputation as the suicide song spread across Europe and America, to a lesser degree than in Hungary, but still worrying authorities to the point of banning it from radio in several places.

Now, a dusty and rather scratchy original recording of the song being played by its composer has been restored and duplicated with a clarity never heard before, and the original Hungarian version of Gloomy Sunday is regaining popularity -- but this version of the song seems to have a power over its listeners that none of the previously mass-marketed recordings came close to matching. Listeners find themselves babbling snatches of Hungarian they don't understand, experiencing terrible and sourceless fears, seeing strange visions they can't explain, and killing themselves at a frightening rate.

Aha, þetta var betra ;)

What Annoying Celebrity are YOU Destined to Kill? by tiffeh
Name
You will killPee-Wee Herman
Witha flaming dildo
OnJuly 9, 2009
Created with the ORIGINAL MemeGen!

Neineineineeeeiiiiiii....... :'(

What Annoying Celebrity are YOU Destined to Kill? by tiffeh
Name
You will killRicky Martin
Witha grapefruit
OnJuly 3, 2007
Created with the ORIGINAL MemeGen!



Ekki Ricky Matin *sniff* hann er svo sætur!
En samt, hvernig ætti ég svosem að fara að því að drepa hann með greipi? Hmmm.... ætli hann sé nokkuð með ofnæmi?

mánudagur, apríl 19, 2004

Supercalifragilisticexpialidocious

Munið þið eftir þessu? :o)

Jiiiii, hvað ætli nágrannarnir haldi :o/

Ég er ótrúleg, núna er ég komin með æði fyrir Billie Holiday!!! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað nágranninn á efrihæðinni hlýtur að hugsa um mig núna. Ekki beint algengt að rétt rúmlega tvítugar yngismeyjar hlusti á svona snilld *blikk blikk*;) Var með lög eins og Summertime (hér fyrir neðan), Gloomy Sunday, Stormy Blues og fleiri og fleiri á repeat í alla nótt á meðan ég var að læra.
Það tekur á, að vera ég :P

sunnudagur, apríl 18, 2004

SUMMERTIME :)

Ég verð eiginlega að segja ykkur frá alveg rosalega furðulegum draum sem mig dreymdi í nótt. Þannig var það nú að ég var komin aftur til New York með nokkrum krökkum og hafði keypt mér miða bara aðra leiðina og ætlaði svo bara að panta mér miða á netinu heim. Allavega ég var þarna í New York og var ólétt í þokkabót komin rúma 6 mánuði á leið (það fylgdi ekki draumnum hver pabbinn var). Ég var í sífellu að dáðst að bumbunni og strjúka henni, svo þetta var allsekki óvelkomið. Svo allt í einu er ég bara alein eftir einhvernstaðar í NY og á eftir að panta far heim og allir farnir. Ég fer því niður á hótel og ætla að athuga hvort ég fái ekki áfram gistingu og þarf þá að fara í gegnum einhverskonar þrautahring til að komast inn (furðulegt!) En snillingurinn ég kemst í gegn ;) Svo fer ég allt í einu að spá í óléttunni og fatta það að ég er ekkert búin að fara til læknis í mæðraskoðun eða neitt og fer að skamma sjálfa mig fyrir að hafa gleymt því. Það síðasta sem ég man áður en ég vakna er að það var bara fólk af asískum uppruna á hótelinu.

Jæja þetta var nú furðulegt, annars er ég bara að reyna að læra og er að hlusta á summertime í nokkrum útgáfum. Kristján benti mér á að hlusta á útgáfuna með Fantasiu Barrino, hún er alveg rosalega góð!!!! Annars átti ég líka til gamla útgáfu með Billie Holliday, þetta rifjar alltaf upp gamlar minnigar úr lúðró, Porgy and Bess jú nó söngleikurinn sko!!! Hehe nú er ég farin að bulla eitthvað sem engin skilur :P En hei! Kristín ætti að skilja :)

Læt fylgja með textann úr þessu undursamlega lagi, verði ykkur að góðu *smakk á kinnina á öllum sem lesa*

Summertime and the livin' is easy
Fish are jumpin', and cotton is high.
Oh your daddy's rich, and your ma is good lookin'
So hush, little baby, don' yo' cry.

One of these mornin's you're goin' to rise up singin',
Then you'll spread you're wings an you'll take the sky.
But till that mornin, there's a-nothin' can harm you
With Daddy and Mammy standin' by.

laugardagur, apríl 17, 2004

Duglegir strákar ;)

Pabbi kom áðan að hjálpa mér að festa sjónvarpshillurnar við vegginn svo að Hörður færi sér nú ekki að voða ef hann færi að taka upp á því að klifra. Það er rosalega næs að eiga svona góðan pabba, sem nennir að hlaupa til um leið og ég hringi og bið um eitthvað ;) Takk pabbi *mmwwwwahhhh....*

Ég verð nú bara að deila með ykkur því, hvað ég á duglegan pjakk :) Núna í þessum töluðu orðum, þegar ég sit á rassinum við tölvuna er pjakkurinn að ryksuga. Já nei, ég er sko ekki að pína hann til þess, hann getur dundað sér við þetta alveg heillengi og finnst ekkert skemmtilegra. Ætli ég verði ekki bara stikkfrí hvað varðar hreingerningar eftir, hvað eigum við að segja, 4-5 ár :) Næsta skref verður ss. að láta undan og kenna honum á þvottavélin, hahahahah.

Nú var hann að slökkva á sugunni og sagði "mamma mín, nú er allt fínt hjá okkur" Yndislegt barn, hvaðan ætli hann hafi þetta?
Jú ég veit frá ömmum sínum ;)

föstudagur, apríl 16, 2004

Hurðu nú er bara alveg að koma að því að þúsundasti gesturinn láti sjá sig :) *spennó*

miðvikudagur, apríl 14, 2004

kisikis

Rosalega langar mig í kisu :) En ég vil vera búin að koma mér vel fyrir og fara með Hörð í ofnæmispróf áður en ég læt til skara skríða!!
Ef ég læt verða að þessu á næstu árum ætla ég pottþétt að fara í kattholt og velja mér kisikis þar :)
Mér finnst nefnilega ekki hlaupið að því að ákveða í einhverju skyndi að fá sér kött. Þetta er nýr fjölkyldumeðlimur og maður þarf að hugsa um dýrið eins og aðra manneskju. Þannig að ég verið að hugsa þetta alveg hægri vinstri áður en ég læt verða að því!!! :)
Endilega kíkið inná kattholt síðuna :)

þriðjudagur, apríl 13, 2004

taddara.......

Jeijjjj *brosi brosi* Ég er loksins komin með netið aftur :) Það var víst einhver bilun-eitthvað, einhverstaðar.

Ojbara, ég var að kaupa mér svona "góða" lykt í klósettið með einhverjum hreinsikubb og lyktin er nánast að drepa mig :/ Hún angar um allt húsið, svo að núna verð ég að gjöra svo vel og loka klósetthurðinni ALLTAF á eftir mér og halda niðrí mér andanum þegar ég pissa!!! (og nei ég tími ekki að henda þessu, kostaði alveg 200 kall!!!!)

Já, svo vil ég bara minna á að ég á fallegasta og besta barn í öllum heiminum!!!!! :)

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Magastrjúk.......

Úff *magastrjúk* þá er þessi helgi búin :)
það var aldeilis gestkvæmt í litlu músaholunni um helgina, og helgarplanið stóðst að öllu leiti, svona næstum!
Reyndar hlóðust inn fleiri gylliboð þegar á leið, en auðvitað verður maður að velja og hafna ;)
Ég er eiginlega bara smeik um að ég sé að verða búin með gestakvótann þennan mánuðinn......
Neinei, ég á eftir að halda innfluttnings-afmælispartý ennþá!!! Annars get ég tilkynnt ykkur það að þessi 10 auka, auka kíló stóðust og ég þakka hér með Ernu, Kollu fermingarbarni og Guddeddu fyrir þau ;)
Ég var svo hræðilega södd eftir átið hjá henni Ernu að ég neyddist til að svíkja Kristján um matarboðsloforðið, en hann kíkti þó í heimsókn og gaf mér ammælispakka *spark í rassinn á þeim sem eiga ennþá eftir að gefa mér* (bíddu er ekki komin apríl, og þeir streyma enn inn!!!) En ég lofaði bara að bjóða honum aftur í mat-heimsókn seinna :)

Uuuuuuu.... Já svo er ég bara enn að brasa við að koma íbúðinni í stand, það er eiginlega ekki hægt að vera nýflutt í meira en mánuð (er það nokkuð?!!) En ég á bara svo erfitt með að finna hillusamstæðu sem ég er sátt við :/ og á meðan ég á ekki hillur, verða bækurnar og dúlliríið að gjöra svo vel að vera áfram í kössunum!!! Mér datt reyndar datt í hug að mála bara allt sem mig vantar á veggina og fylla svo bara uppí með tímanum ;)

Svo er páskafríið að skella á þá verður sko................ lært!! :(
og djammað óggupínu ;)

föstudagur, apríl 02, 2004

vvvvvvvvúúúúmmmmm, kabúmm!!!

Jæja þar fór afslöppunarhelgin :/ Ég ætlaði að slappa af, læra, sofa og dunderíast með Herði um helgina. En hvað haldið þið, jújú hún gæti ekki verið þéttskipaðari.

No.1 Guðrún Edda ætlar að kíkja í heimsókn (ætli ég verði ekki að grafa eitthvað gómsætt út úr frystinum og elda handa henni)
No.2 Afmæliskaffi hjá Ernu fernu (kjamms, kjamms)
No.3 Kristján ætlar að kíkja í heimsókn og ég búin að lofa að elda (like usual)
No.4 Fermingaveisla hjá Kollu bollu (meira kjamms og gleði)
No.5 Öll partýin sem er búið að bjóða mér í (nenni ekki að telja þau öll upp af því ég ætla að vera félagsskítur og mæta ekki)

En þetta er allt svo skemmtilegt að ég get bara ekki annað en brosað og verið sátt (og kannski strokið kviðinn!!)

Verð ss. komin með 10 auka, aukakíló eftir helgi ;)