MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Magastrjúk.......

Úff *magastrjúk* þá er þessi helgi búin :)
það var aldeilis gestkvæmt í litlu músaholunni um helgina, og helgarplanið stóðst að öllu leiti, svona næstum!
Reyndar hlóðust inn fleiri gylliboð þegar á leið, en auðvitað verður maður að velja og hafna ;)
Ég er eiginlega bara smeik um að ég sé að verða búin með gestakvótann þennan mánuðinn......
Neinei, ég á eftir að halda innfluttnings-afmælispartý ennþá!!! Annars get ég tilkynnt ykkur það að þessi 10 auka, auka kíló stóðust og ég þakka hér með Ernu, Kollu fermingarbarni og Guddeddu fyrir þau ;)
Ég var svo hræðilega södd eftir átið hjá henni Ernu að ég neyddist til að svíkja Kristján um matarboðsloforðið, en hann kíkti þó í heimsókn og gaf mér ammælispakka *spark í rassinn á þeim sem eiga ennþá eftir að gefa mér* (bíddu er ekki komin apríl, og þeir streyma enn inn!!!) En ég lofaði bara að bjóða honum aftur í mat-heimsókn seinna :)

Uuuuuuu.... Já svo er ég bara enn að brasa við að koma íbúðinni í stand, það er eiginlega ekki hægt að vera nýflutt í meira en mánuð (er það nokkuð?!!) En ég á bara svo erfitt með að finna hillusamstæðu sem ég er sátt við :/ og á meðan ég á ekki hillur, verða bækurnar og dúlliríið að gjöra svo vel að vera áfram í kössunum!!! Mér datt reyndar datt í hug að mála bara allt sem mig vantar á veggina og fylla svo bara uppí með tímanum ;)

Svo er páskafríið að skella á þá verður sko................ lært!! :(
og djammað óggupínu ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home