MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

föstudagur, apríl 02, 2004

vvvvvvvvúúúúmmmmm, kabúmm!!!

Jæja þar fór afslöppunarhelgin :/ Ég ætlaði að slappa af, læra, sofa og dunderíast með Herði um helgina. En hvað haldið þið, jújú hún gæti ekki verið þéttskipaðari.

No.1 Guðrún Edda ætlar að kíkja í heimsókn (ætli ég verði ekki að grafa eitthvað gómsætt út úr frystinum og elda handa henni)
No.2 Afmæliskaffi hjá Ernu fernu (kjamms, kjamms)
No.3 Kristján ætlar að kíkja í heimsókn og ég búin að lofa að elda (like usual)
No.4 Fermingaveisla hjá Kollu bollu (meira kjamms og gleði)
No.5 Öll partýin sem er búið að bjóða mér í (nenni ekki að telja þau öll upp af því ég ætla að vera félagsskítur og mæta ekki)

En þetta er allt svo skemmtilegt að ég get bara ekki annað en brosað og verið sátt (og kannski strokið kviðinn!!)

Verð ss. komin með 10 auka, aukakíló eftir helgi ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home