MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ég stofnaði nýtt blogg fyrir löngu síðan, það er spurnig hvort ég færi mig ekki bara...
http://musimus.bloggar.is/

Þetta gengur ekki...

mánudagur, janúar 29, 2007

Endurskoðun

Pirrrr... Ég er verulega að íhuga að skipta um bloggkerfi. Þarf að skella mér í könnunarleiðangur, með hverju mæli þið?

Helgin

Ég og Árni skelltum okkur í bústað á laugardaginn, tilbúin með tærnar uppí loft og mat fyrir 10 manns ;)
Þegar við mættum á staðinn sáum við (ég) að nokkrar mýslur höfðu komist inn í bústaðinn og fengið sér smá að naga inn í eldhúsi. Þær voru sem betur fer á bak og burt þegar við komum, en það tók Árna smá stund að ryksuga upp eftir þær skítinn. Það var líka hrikalega vond lykt í eldhúsinu og þannig að ég gat ekki með nokkur móti dregið andann þar inni. Ég var alveg viss um að mýsla hefði skriðið einhver staðar inn og látið lífið með þessum illa lyktandi afleiðingum.
En seinna kom í ljós að vaskurinn var stíflaður, svo Árni fékk enga pásu á meðan ég sat með tærnar uppí loft inní stofu.
Við torguðum nú ekki öllum þessum mat en okkur tókst að viðra tærnar ansi vel. Nennan var svo lítil að við fórum ekki einu sinni í heitapottinn, heldur lágum inni og lásum.

Segi frá bókinni sem ég las síðar....

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ég hef aðeins verið að hugsa um hvað ég eigi að gera í fæðingarorlofinu (annað en hugsa um prinsessuna og heimilið). Ég ætla að taka mér ársfrí frá vinnu og langar rosalega að taka 1-2 fög í háskólanum eða fara á einhver spennandi námskeið. Svo ég koðni nú ekki niður heima eins og ég var næstum búin að gera í síðasta orlofi.
Maður veit náttúrulega aldrei hvernig barni maður á von á, þannig að ef þetta verður eitthvað erfitt hætti ég náttúrulega við og held mig bara heima í joggingdressinu fína ;)

Það sem ég er aðalega að spá í, er hvort ég eigi að fara á eitthvað svona handverksnámskeið eins og ég hef farið svo oft á áður. Eða hvort ég eigi að skella mér í háskólann og taka nokkur fög mannfræði eða einhverju álíka spennandi. Svo er líka á döfinni að tékka á kennó og athuga með kennararéttindin, en þá í fjarnámi.
Það er um nóg að velja, helst langar mig í allt!

Annars kom svolítið skondið í ljós í dag þegar ég var að spjalla við samstarfskonu mína í hádeginu.
Ísland er afar lítið land!! Ég ætla ekkert að fara út í smáatriðin hvernig við uppgötvuðum þetta, svo það fattist ekki hver á í hlut. En allavega þá höfum við verið með sama manninum, hún reyndar bara eina kvöldstund en ég í nokkra mánuði.
Gaman að þessu ;)

miðvikudagur, janúar 24, 2007

El Simos glæsikerros

Við erum búin að finna vagn :) Glæsilegan 3 ára Simo vagn sem er eins og nýr. Hann er Vínrauður og ljósbrúnn með svörtu stelli, ég skelli inn mynd við tækifæri af glæsikerrunni. Og það er heldur ekki amalegt að spara 40 þús kall á því að kaupa notaðan frekar en nýjan. Ég er auðvitað löngu búin að eyða 40 þús kallinum í huganum ;)

Við famelían erum búin að fá það staðfest að kambavaðið verður ekki tilbúið fyrr en um miðjan mars. En húsið og sameignin verður þá bara alveg reddý þegar við flytjum, lyftan komin í gang og svona ;)
Eins gott að barnið fari ekki að boða komu sína of snemma því það verður nóg að gera hjá okkur fram í maí!

sunnudagur, janúar 21, 2007

Hvernig líður þér?

Eins og fíl!! (og bráðlega eins og hval á þurru landi ;)

Það er mest lítið að frétta, þetta var ósköp tíðindalaus helgi.
Ég skrapp á fimmtudaginn með Sabbalínu og Hjördísi á Grænan kost og svo í smá kaffidreitil á Vegamótum. Svona hittingur er alveg nauðsynlegur í skammdeginu.

Svo fórum við á laugardagskvöld í 8 ára afmæli til hans Orra Steins, systurhansÁrnasonar. Þar var boðið uppá uppáhalds matinn minn, sem ég má ekki borða :'( Sushi... Ég stalst samt í grænmetisbitana.

Svo á sunnudaginn fórum við í bíó á "sturtað niður" Það var svaka stuð. Um kvöldið eldaði ég svo svo pizzu a la Hlín :)

Ótrúlega skemmtileg helgi eins og þið sjáið, þannig að ég varð því miður að afþakka boð Óla Ólafs. vinar míns í afmælisveisluna hans! Elton kemtur bara í kaffi til mín næst þegar hann er á landinu ;)

þriðjudagur, janúar 16, 2007

...

Það er einhver bloggleti í gangi þessa dagana, enda ekki frá miklu að segja. Jahh, nema einhverju óléttu eða barnatengdu.
Ég fór einmitt um helgina að skoða vagna og skiptiborð, það er ágætt að nýta tímann svona milli fluttninga í þessa hluti. Við skelltum okkur svo fjölskyldan í göngutúr um Norðlingaholtið og kíktum á íbúðina í leiðinni. Það var verið að flytja í 2 íbúðir til viðbótar í húsinu, svo það líður vonandi ekki á löngu þar til okkar íbúð verður tibúin :)

Jæja, ég blogga meira þegar ég hef eitthvað merkilegt að segja!
En ætla að enda á því að sýna tvær myndir af vögnum sem ég er að spá í og það má alveg endilega kommenta. Hvor er flottari?
Emmajunga
fleiri Emmajunga til að skoða


Simo

Fleiri Simo til að skoða

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Við erum flutt í Mosfellsbæinn og búin að skila af okkur Mjóuhlíðinni. Það er svolítið skrítið að vera komin aftur heim til mömmu og pabba, en ósköp notarlegt líka :) Það er náttúrlega ekkert lítið mál að taka á móti 3 1/2 manna fjölskyldu og heilli búslóð!
Hörður tveggja ára, á uppáhalds staðunum sínum í Arnartanganum


Mér líður vel og ég blómstra alveg á alla kanta :P Það er ennþá að síast inn að það sé von á lítilli stúlku.

Ég hef svona aðeins verið að kíkja í kringum mig á föt og annað sem þarf, ætlaði að vera svaka dugleg á útsölunum. En ég hef ekki þorað að kaupa neitt í "stelpulitum" ennþá. Það er líka flest sem er í boði bleikt. Og ég hef aldrei verið þekkt fyrir að vera voða hrifinn af þeim lit, þannig að þetta verður að venjast.
Ég er viss um að þetta verður gegnbleik prinsessa ;)

Jæja, besta að halda áfram að vinna.....

Ave!