MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

sunnudagur, mars 07, 2004

Rétt eða rangt?

Munurinn á körlum og konum???

Konur sem vilja fá virðingarstöðu eru spurðar af hverju þær sækist svona eftir virðingu eða viðurkenningu.
Karlar sem vilja fá virðingarstöðu eru ekki spurðir neins.

Giftur karlmaður er fyrirvinna og þarf einfaldlega góð laun til að framfleyta fjölskyldunni.
Gift kona þarf ekkert svo há laun því hún á mann sem sér fyrir fjölskyldunni.

Kona sem býr ein og tekur ekki til, eldar ekki matinn, setur ekki í þvottavélina og þrífur ekki klósettið...ja, hún er bara sóði.
Karl sem býr einn og gerir ekkert að ofangreindu hefur bara alltaf svo mikið að gera greyið að hann má ekki vera að þessu.

Kona sem býr ein með barn/börn er byrði á samfélaginu.
Karl sem býr einn með barn/börn er ótrúlega duglegur og vekur aðdáun samfélagsins.

Karlar eru ákveðnir.
Konur eru frekjur.

Karlar njóta virðingar.
Konum er vorkunn.

Konur sem gagnrýna samfélagið eru neikvæðar.
Karlar sem gagnrýna samfélagið eru framsýnir.

Konur eru konum verstar.
Karlar eru...hummm?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home