MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Við erum flutt í Mosfellsbæinn og búin að skila af okkur Mjóuhlíðinni. Það er svolítið skrítið að vera komin aftur heim til mömmu og pabba, en ósköp notarlegt líka :) Það er náttúrlega ekkert lítið mál að taka á móti 3 1/2 manna fjölskyldu og heilli búslóð!
Hörður tveggja ára, á uppáhalds staðunum sínum í Arnartanganum


Mér líður vel og ég blómstra alveg á alla kanta :P Það er ennþá að síast inn að það sé von á lítilli stúlku.

Ég hef svona aðeins verið að kíkja í kringum mig á föt og annað sem þarf, ætlaði að vera svaka dugleg á útsölunum. En ég hef ekki þorað að kaupa neitt í "stelpulitum" ennþá. Það er líka flest sem er í boði bleikt. Og ég hef aldrei verið þekkt fyrir að vera voða hrifinn af þeim lit, þannig að þetta verður að venjast.
Ég er viss um að þetta verður gegnbleik prinsessa ;)

Jæja, besta að halda áfram að vinna.....

Ave!

4 Comments:

At 10 janúar, 2007 14:54, Anonymous Nafnlaus said...

já það er stundum gott að vera í foreldrahúsum í smátíma :D veiii lítil prinsessa að koma hjá ykkur það er dásamlegt Tanja er byrjuð að spurja um lítið systkini hehe en það kemur aðeins seinna þegar maður er búinn að koma sér betur fyrir í sínu eigin húsnæði :)

 
At 10 janúar, 2007 15:37, Anonymous Nafnlaus said...

Já það er um að gera að vera búin að koma sér vel fyrir :) Annars veit maður aldrei, ég var orðin svo illa haldin af hreiðurgerð ;)

Ég hefði komið með annað mikið fyrr ef ég hefði fundið rétta manninn strax. En þeir eru vanfundnir, þessar elskur :)

 
At 12 janúar, 2007 12:35, Anonymous Nafnlaus said...

Það er svo gaman að kaupa bleikt, ég geri hreinlega ekki annað. Mér finnst alveg svakalega erfitt að kaupa föt á skvísuna í öðrum lit. Byrjaðu bara á því að kaupa eitthvað bleikt og þú getur ekki hætt. ég lofa því :)

 
At 12 janúar, 2007 15:24, Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég efast ekkert um að það gerist. Það er bara að koma sér í það að kaupa. Ég var komin með bleikan galla í fangið um daginn og skilaði honum svo aftur og keypti hvítann.
Það er eitthvað svona "hvað ef þetta er svo strákur" ennþá fast í mér.
En ég er byrjuð að skipuleggja prinsessuherbergið í huganum, þar verður örugglega bleikt þema.

 

Skrifa ummæli

<< Home