MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, desember 13, 2006

Hæ hó

Það er nóg búið að vera að gera síðan við komum heim frá DK.
Kannski gaman að byrja segja frá því að við lentum í ansi "skemmtilegri" töf á leiðinni út. Við fengum að hýrast í 9 klukkutíma úti á velli. Því einhver svaka töffari á hleðslubíl keyrði á flugvélina sem við áttum að fara með og gerði gat á hana. En allt er gott sem endar vel!

Við skötuhjúin erum búin að standa á haus undanfarna daga við það að velja inn í nýju íbúðina. Eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu, flísar og parket.... Ég fékk það staðfest svart á hvítu að ég hef einstaklega dýran smekk! Allt sem mér fannst flott, kostaði yfirleitt hvítuna úr augunum :/ Þannig að flest sem valið var inn, var mitt "annað val" En ég er mjög, mjög sátt samt sem áður, það verður spennadi að sjá hvernig þetta á allt eftir að líta út þegar þetta er komið inn.
Talandi um þennan dýra, en góða smekk ;) Þá vorum við svolítið farin að hlæja að þessu. Ég sá t.d. flísar inní Agli Árna sem ég gat vel hugsað mér á milli skápa í eldhúsinnréttingunni. Og hnippti náttúrulega í Árna til að sýna honum. Þá kom í ljós að þetta voru dýrustu flísarnar í búðinni, 30.000 kall fermeterinn!! Obbosí...

Nú fer líka að líða að fluttningum, það tekur því varla að setja upp jólaskrautið því við skilum af okkur Mjóuhlíðinni þann 6. jan. Við flytum fyrst uppí Mosó og svo verður íbúðin okkar vonandi alveg reddí í byrjun mars. Kannski fyrr, kannski seinna. Vonandi samt ekki mikið seinna því það væri leiðinlegt að ná ekki að flytja inn áður en nýji fjölskyldumeðlimurinn kemur í heiminn.

Svo í lokin get ég líka sagt frá því að ég er byrjuð á fullu í meðgöngusundi, sem er algjört æði :) Svo skellti ég mér líka í Jóga, fór í fyrsta tímann í gær og það var líka svaka gaman.

4 Comments:

At 13 desember, 2006 23:02, Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert dýr í rekstri, það er ekkert nýtt..við erum bara svona við vinkonurnar! En vá hvað þú ert dugleg að fara í jóga og sund:) Og fyrr en varir verðið þið flutt inn, og nýji meðlimurinn mætir á svæðið..jei ...see you baby..hlakka til að hafa ykkur sem nágranna...

 
At 14 desember, 2006 10:35, Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef reynsluna að flytja inná foreldra og svo mikið get ég sagt þér að þú verður sko fegin að komast þaðan út aftur he he. En á meðan á vistinni stendur áttu örugglega eftir að hafa það huggulegt. Mér fannst t.d ekkert skemmtilegt að þurfa að fara að elda og þvo þvott aftur :( Það var sennilega stærsti kosturinn við að búa hjá þeim gömlu :) Ég ef það ekki að íbúðin eigi eftir að verða flott þó svo að þinn annar kostur hafi verið valinn. En best fannst mér með 30.000 króna flísarnar, það er einmitt svolítið mikið þú :)

 
At 14 desember, 2006 14:06, Anonymous Nafnlaus said...

30 þúsund já einmitt hehe...oh hvað ég öfunda ykkur að vera búin að selja og fara að flytja ég sit föst i íbúð með öðru pari og íbúðin selst ekki :( fjör hérna eða þannig,við byggjum sennilega í vor en ég er ekkert að geta hangið hér með hinu parinu fram á vor...en já voðalega ertu dugleg sund og jóga ég fer í þetta ef maður verður óléttur aftur ;) gangi ykkur vel í flutningunum

 
At 14 desember, 2006 20:20, Blogger Hlin said...

Já, ég þarf náttúrlega ekki að taka fram að flísarnar voru ekki keyptar ;)

Sandra: Já, ég er reyndar búin að lofa mömmu öllu fögru um að vera dugleg að elda, en við sjáum til hvernig það fer :Þ

Begga: Eigi þið líka íbúðina? Ég veit það af eigin reynslu að það er ekki gott fyrir geðheilsuna að búa þar sem maður er ekki velkomin! Þannig að ég mæli með að þið reynið að leigja ykkur eða flytja inn á ættingja í millitíðinni.

Það var heldur ekkert svona skemmtilegt í boði síðast þegar ég var ólétt, þannig að ég verð að prófa allt núna :)

 

Skrifa ummæli

<< Home