Sveitahey
Jább, nú eru ca. 95% líkur á að við flytjum í Norðlingaholtið :)
Við erum búin að ræða þetta við Hörð og hann tók svona sæmilega í þetta, lifnaði reyndar allur við þegar við sögðum honum að þetta væri svolítið nálægt Víkurási þar sem hann hefur búið lengst af... En ég fékk samt svolítið illt í hjartað þegar ég sá svipinn á honum þegar hann vissi að hann þyrfti að fara í nýjan skóla. Agalegar þessar hormónasveiflur!
Nú er bara að bruna um bæinn og velja inn fínar innréttingar, flísar og parket. Það er algjör lúxus að fá að ráða smá hvernig þetta á allt eftir að líta út. Árni heldur að það verði ekkert tilbúið fyrr en í mars, en ég held í vonina um að febrúar verði mánuðurinn.
Jæja, best að fara að gera eitthvað...
2 Comments:
Skiljanlega er erfitt að segja börnum svona fréttir, get ég ímyndað mér..en það er margt erfiðara gæti ég líka trúað. Hann á eftir að verða sæll og glaður í nýja hverfinu sínu og Norðlingaskóla. Ekki málið. Febrúar..ég styð það..þá verður þú líka gömul kerla með barni svo það er í fínu lagi! og ég verð enn tuttugu og sexy:)hehe...knús...
frussss.... ég er bara eins gömul og mér finnst góða mín. Ekki degi eldri en 18 ;)
Ég verð aftur á móti feit og flott... annað en allar vinkonurnar sem eru á danska eða í öðru átaki!
Skrifa ummæli
<< Home