Allt og ekkert
Ég á svo góðan mann!! Hann er búin að vera útí NY í rúma viku núna og ég get ekki beðið eftir að fá hann heim :)
Það er nú lítið að gerast hérna þessa dagana annað en, vinna, borða, vinna og sofa. Þessi helv#$%(&... prófkjör eru alveg að gera útaf við mig, ekkert nema vesen. Finnst ykkur ekki skemmtilegt að fá þetta pappírsflóð inn um lúguna! Það er alveg bannað að henda, það er mikil vinna á bakvið þetta ;)
Svo er að koma svoddan jólafílingur í mig, við erum að hugsa um að bjóða foreldrum mínum og foreldrum Árna í mat á aðfangadag. En við erum ekki alveg komin með á hreint hvað við eigum að elda. Mig langar helst í gott læri, en Árna finnst það ekki nógu jóló, ég vil helst ekki hamborgarahrygg því hann er saltur og reyktur og það er ekki góð blanda fyrir óléttar "stelpur". Kannski höfum við bara bæði, hver veit. En það er nægur tími enn til að ákveða þetta!
Það er spáð hundleiðinlegu veðri í kvöld og nótt, það er nú samt ósköp notarlegt að heyra í vindinum og rigningunni dynja á risinu. Ég sef alltaf svo vel í svona veðri.
Best að hætta þessu bulli og fara að þrífa baðherbergið, það veitir ekki af þegar það er lítil pissudúkka á heimilinu sem hittir ekki alltaf í klósettið ;)
Hafið það gott!
3 Comments:
En hvað með kalkún? Myndi þá mæla með að hringja upp á Reykjabú og panta þér ferskan ef það er hægt. Það er best. Gott líka að panta bara bringur því þá þarftu ekki að steikja heilan fugl í ofninum í óratíma, þó það sé stemning í því. Ég held það verði gaman hjá ykkur á aðfangadagskvöld, ekki spurning, hvort sem það verður hammari eða læri eða kalkúnn...over and out.
Kalkúnabringur bakaðar í ofni með fyllingu í mótinu, sætar kartöflur og kartöflumús með - besti jólamatur í heimi.
En hvernig er það, er Árni ekki enn búinn að læra að pissa í klósett?
Jú, Árni er reyndar mjög hittinn, svo ég þarf ekki að láta hann setjast ;)
En hin pissudúkkan þarf að æfa sig aðeins betur...
Skrifa ummæli
<< Home