Heimsins virkasti bloggari
Hvar tek ég á móti verðlaununum?!
Jæja.... ætti ég að fara að blása smá lífi í þetta blessaða blogg :) Fínt að taka sér svona tæpt árshlé, hvíla puttana og svona.
Annars ætla ég ekki að fara að telja upp allt sem á daga mína hefur drifið allan þennan tíma á meðan ég var í "hvíld", en það hefur ýmislegt breyst og margt gott gerst.
Það eru miklar spekúleringar í gangi þessa dagana hjá okkur hjúunum í Hlíðunum, hvort við eigum að flytja í stærri og fínni íbúð eða gera litla risið okkar upp. Við virðumst alltaf enda á því að vera áfram í risinu og gera þar allt spikk og span. Það er náttúrulega geðveiki að fjárfesta í einni meðalstórri, ágætlega útlítandi íbúð miðsvæðis í Reykjavík í dag! 30 mills, dreg þær bara uppúr rassvasanum!
Látum þetta gott heita, nú ætla ég að halda áfram að vinna í svona 30 mín, til eða frá og skella mér svo í heitt bólið heima.
Kommentakerfi, linkar og svoleiðis bull meiga bíða betri tíma, Adios :)
2 Comments:
Jei! Velkomin aftur í þessa veröld! Koma svo og áfram með bloggið!
vei, commentin virka :)
Skrifa ummæli
<< Home