MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

blogga seint en blogga þó

Bloggið ætlar að byrja eitthvað hægt hjá mér :)
En það er nóg um að vera hérna í Hlíðunum.
Eins og sjá má á fyrri bloggum er hreiðurgerðin á fullu, enda lítið ljós á leiðinni í fjölskylduna í byrjun maí. Því þarf að huga að fara að stækka við sig, svo nenni ég eignlega ekki niður fjórar hæðir í þvottahúsið, með barnið í annari og þvottinn í hinni! Þetta er bara svo assgoti dýrt! Við erum búin að sjá núna eina rosa fallega íbúð hér í Hlíðunum en það verður harka í peningamálum næstu árin ef við ákveðum að kaupa hana. Mosó verður að bíða betri tíma, Hörður er að aðlagast vel hérna og ég held að fluttningur, nýtt systkini og 3. skólinn á þremur árum verði of mikið fyrir hann. Við látum systkinið og fluttning duga :)

Svo erum ég og Sabbalína að byrja að skipulegga reunion fyrir '80 árganginn. Það verður samt örugglega ekki haldið fyrr en um svipað leiti að ári. En það er gott að vera vel undirbúin! Ef það er einhver sem les þetta bull í mér og hefur áhuga á að hjálpa til, þá er hann/hún endilega beðin/n um að láta í sér heyra.

Svo er það Danmörk, eftir rétt rúmlega 28 daga!! Ahhh, yndislegt að komast í alvöru jólastemmningu í Köben, rölta um Tívolíið og strikið, borða góðan mat og SOFA. Mamma og pabbi ætla að skella sér með og ég held að þau hafi bara gott af því.

Ég verð að geyma eitthvað smotterí í næsta blogg, hej.

3 Comments:

At 02 nóvember, 2006 19:07, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært, ég vissi ekki að þau "gömlu" ætluðu með. Nú verða þau ekki ánægð með mig. Ég meina þau "ungu":) Já..Hlín í HLíðunum..Það er bara fínt:) Svo komiði uppeftir seinna. Það koma allir aftur í sveitina:) Reunion jei! Endilega láta í sér heyra þeir sem lesa:) og enn og aftur til lukku með litlu;)

 
At 03 nóvember, 2006 19:21, Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég verð að fara að drífa mig í heimsókn áður en þú flytur.... Og eftir að þú flytur... Kannski maður hjálpi þér bara.... er orðin þaulvön í þessum flutningsmálum! ;) Hehe...

 
At 05 nóvember, 2006 20:59, Blogger Hlin said...

Sabbaló: Já, ætli ég fari ekki bara lengra uppí sveit ;)

Hrefna: Þú ert ávalt velkomin!!

 

Skrifa ummæli

<< Home