Sufjan Stevens og fl.
Ég var að koma heim af tónleikum með Sufjan Stevens. Þetta voru alveg frábærir tónleikar, það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari stemmningu sem myndaðist í þrengslunum í Fríkirkjunni, yndislegt bara :)
Svo erum við skötuhjúin búin að gera tilboð í fallega íbúð í Norðlingaholtinu. Ég læt vita um leið og eitthvað kemur út úr því.
Það verður sennilega sama stemmning hjá mér og á síðustu meðgöngu, Hlín með bumbuna út í loftið sitjandi á stól og skipandi öðrum fyrir hvert allt eigi að fara ;)
Ef allt gengur að óskum ættum við að fá afhent í byrjun feb.
Piparkökubakstur á Stokkseyri í fyrramálið, svo vinna á sunnudag og íbúðaþrif á mánudag eftir vinnu. Afslappelsið verður að bíða betri tíma. En ég er yfirleitt svakalega dugleg að setja tærnar uppí loft þegar ég kem heim eftir langan vinnudag!
Svo er Mjóahlíðin að fara á sölu, ef ykkur vantar 3 herbergja bjútífúl risíbúð í Hlíðunum þá er um að gera að hafa samband og fá að skoða.
3 Comments:
If I were a rich girl lalalalalalalalala..... hehe, væri alveg til í að kaupa eitt stykki fallega íbúð í hlíðunum, en maður verður bara að bíða rólegur, hehe
Þú átt skilið að setja tærnar upp í loft eftir alla vinnu undanfarinna vikna..mér finnst það allavega. Mjóahlíðin er afskaplega falleg og notaleg íbúð, engar áhyggjur hún selst 1, 2, & 3.
Hrefna: Þá er bara að byrja að safna ;)
Svava: Já ég lá sko með tærnar upp í loft allan sunnudaginn sárlasin með hita, svo vinnan fór fyrir lítið.
Ég vona að Mjóahlíðin seljist fljótt, þetta er alveg ideal íbúð fyrir piparsveina/meyjar eða litla fjölskyldu. Líka afskaplega fallegt útsýni yfir Perluna og Öskjuhlíðina.
Skrifa ummæli
<< Home