Fríhelgi
Þetta er fyrsta helgin í langan langan tíma sem ég þarf ekki nauðsynlega að fara í vinnuna og klára eitthvað. Ég gæti alveg unnið alla helgina, en ég ákvað að gera það ekki. Ég er svo löt núna að það er hálf vandræðalegt. Gólfið er farið að öskra á ryksuguna og skúrikústinn, en ég sit hérna í náttfötunum og blogga! Árni dugnaðarforkur er að hjálpa vini sínum að flytja og ég og Hörður erum bara að væflast hér heima.
Það er reyndar ákveðið að skreppa um helgina og fá sér stuttan göngutúr um Norðlingaholtið til að skanna svæðið betur, við þurfum líka að setjast niður og gera grófa fjárhagsáætlun, hversu dýru húsi/íbúð við höfum efni á. Fæðingaorlofið er ekki að borga marga yfirvinnutíma...
Annars líður mér bara vel, ég fer stækkandi með hverjum deginum, en frú bóla hefur verið að pirra mig svolítið. Ég veit ekki hver bauð henni í heimsókn, því ég var búin að úthýsa henni fyrir löngu!
Svo styttist óðum í Köbenferðina góðu, ég ætla nú ekki að missa mig eins mikið núna í búðarrápi eins og ég gerði síðast, heldur reyna að njóta þess að vera í fríi :)
Nú er ég bara farin að blaðra um ekki neitt, því ég nenni ekki að standa upp frá tölvunni. En ég ætla að linka á eina svaka sneddí síðu sem ég rakst á í Fréttablaðinu í dag. Töff veggskraut ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home