Mjásimjás
Ég er grasekkja enn eina ferðina. "Erlendur" Árni er í Danmörku núna, nýkomin frá NY og fer út aftur á fimmtudaginn, en þá verð ég með í för :)
Ég fékk að vita á miðvikudaginn afhverju ég er búin að vera svona rosalega orkulaus og slöpp unanfarnar vikur. Mig vantar blóð! og slatta af því. Gaman að ljósan mín hafi setið á þessum upplýsingum í ca. 5 vikur án þess að láta mig vita. Ég finn strax mun núna, enda dagur tvö liðinn af járnkúrnum sem ég var sett á. Ég á reyndar eftir að kaupa mér ennþá sterkari töflur til að taka, svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég verð hress!!
Svo ætla ég að láta fylgja með myndir af Kambavaði íbúðin "okkar" er no. 0202, þið rennið bara músinni yfir myndina efst. Það er miðhæðin hægramegin, þessi við hliðina á endaíbúðinni.
5 Comments:
Flott íbúðin! og húsið töff. Ekta þið eitthvað. En það er aldeilis orðið flott í Mjóu. Hvaða veldi er þetta? Nýjir stólar, nýr sófi, nýr stóll..allt fínt og flott. Hvar er gamla settið? /ég á ekki við foreldra ykkar:) Sófasettið kósý kós:)
Hahaha, já okkur hlotnaðist smá arfur ;)
Nei, þetta eru gamlar myndir frá því áður en Árni keypti. Þau voru að flytja þannig að það var ekki svona troðið eins og er hjá okkur, engar tvær búslóðir! En við erum nú búin að losa slatta, sem fær að bíða örlaga sinna í bílskúrnum hjá ma og pa.
Íbúðin er ennþá nákvæmlega eins, þannig að okkur fannst þetta ekki skipta svo miklu máli :) Nema, jú það er búið að laga innganginn og sprunguviðgera húsið að utan, en það er bara betra!
..og bíddu, ertu að segja að það sé ekki fínt og flott hjá okkur?
Heyrðu, ég sé það núna! ji..en nei mér finnst bara miklu flottar hjá ykkur! Skil ekkert í ykkur að hafa þessar myndir! Ykkar stíll er miklu flottari!
ohhh Svava, ég var að reyna að pikka fæt!! ;)
En það verður sko mikið flottar í Kambavaðinu, þá verð ég vonandi búin að tækla Árna og söfnunarárttuna hans... já og mína líka *hóst*
Skrifa ummæli
<< Home