MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Smá fréttir

20 vikna sónarinn loksins búin og allt leit svaka vel út :) Krílið er væntanlegt í heiminn þann 05.05.07 samkvæmt síðustu mælingum. En miðað við fyrri fæðingu myndi ég skjóta á einvern dag á milli 5-19. maí ;) Við fengum kynið skrifað á miða og ætlum að opna á aðfangadag.
Litli rassinn kúrði sig bara á grúfu og notaði fylgjunna sem kodda og var ekkert á því að hreyfa sig til að hægt væri að ná mynd af fallega vangasvipnum. En það náðist ein ágætis mynd þegar búið var að pota svolítið hraustlega og hrista.

Ég skrapp líka í heimsókn til Sabbalínu í gærkveldi og át þar á mig gat af jólasmákökum! Það er allt orðið svaka fínt og jóló hjá henni :) Takk fyrir mig Svava mín!! Sörurnar þínar eru algjört sælgæti.

2 Comments:

At 20 desember, 2006 14:37, Anonymous Nafnlaus said...

Æ takk sömuleiðis elskan! Uppskriftin er úr Gestgjafanum, Anna sys hefur gert hana sl.árin! vonandi var árni glaður með að fá cookies! see you baby

 
At 23 desember, 2006 19:10, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ skvís.... ég sendi engin jólakort því að ég er algjör trassi og nóg að gera í að vera edrú.... mig langaði bara að óska þér og fjölskyldunni gleðilegra jóla og vonandi sjáumst við nú eitthvað í janúar!!! Kv Hrefna og Skúli

 

Skrifa ummæli

<< Home