Jóólin, jóólin...
Gleðilega jól :)
Við hérna í Mjóuhlíðinni tókum slurk í gær og kláruðum að þrífa og skelltum jólatrénu upp og skreyttum. Við erum með risatré þetta árið, það tekur ca. hálfa stofuna og verður að vera þar sem lofthæðin er mest :Þ Við eigum ekki einu sinni nóg skraut á það, þannig að hliðin sem vísar út í stofu er bara skreytt.
Gaman að segja frá því að við eigum alveg haug af skemmtilegu skrauti, ég held að allt skrautið eigi sér sögu. Það er margt voða korný, en okkur þykir vænt um það.
Sem dæmi má nefna upplitaðan pappajólasvein sem afi heitinn gaf mér, plastskreytingu sem myndi sóma sér vel á asískum veitingastað innanum myndir af kóngafólki og keisurum og svo má ekki gleyma plastMaríu, plastJósep og plastJesúbarninu í plastjötunni sem Árni fékk eftir langömmu sína :) Jólatréð er líka skreytt svona minningum.
Jæja best að hætta þessu blaðri og halda áfram að horfa á Nemó og borða nammi með erfingjanum.
3 Comments:
oh kósý..verð að koma og sjá tréð. Okkar er afar lítið en sætt og ég kom ekki öllu skrautinu á það..en það er mikið samræmi í því í ár..symmetríkín í góðu jafnvægi skal ég þér segja. Okkar skraut á sér líka flest allt sögu..þetta keypt í Köben..þetta á Krít..heh..og svo þetta sem ég gerði sem krakki..eigum reyndar ekkert sem Krissi gerði..þannig að já..best að fara í jólabað..var bara að slökkva á tölvunni og ákvað að kíkja. Love you og gleðileg jólin kæru vinir. Svava, Krissi og Vaka
já, áttu ekki líka ennþá rauða skóinn sem við gerðum í leikskólanum? Það eru ekki svo mörg ár síðan minn glataðist, sjálfsagt um það leiti sem ég flutti að heiman :)
Minn rauði er sko í mínum glugga! Ógeðslega sætur með límmiðastjörnum á..á líka sveinka sem hangir..hann er með skegg..gerðum hann líka á leikskólanum...hehe
Skrifa ummæli
<< Home