Helgin
Ég og Árni skelltum okkur í bústað á laugardaginn, tilbúin með tærnar uppí loft og mat fyrir 10 manns ;)
Þegar við mættum á staðinn sáum við (ég) að nokkrar mýslur höfðu komist inn í bústaðinn og fengið sér smá að naga inn í eldhúsi. Þær voru sem betur fer á bak og burt þegar við komum, en það tók Árna smá stund að ryksuga upp eftir þær skítinn. Það var líka hrikalega vond lykt í eldhúsinu og þannig að ég gat ekki með nokkur móti dregið andann þar inni. Ég var alveg viss um að mýsla hefði skriðið einhver staðar inn og látið lífið með þessum illa lyktandi afleiðingum.
En seinna kom í ljós að vaskurinn var stíflaður, svo Árni fékk enga pásu á meðan ég sat með tærnar uppí loft inní stofu.
Við torguðum nú ekki öllum þessum mat en okkur tókst að viðra tærnar ansi vel. Nennan var svo lítil að við fórum ekki einu sinni í heitapottinn, heldur lágum inni og lásum.
Segi frá bókinni sem ég las síðar....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home