Hvernig líður þér?
Eins og fíl!! (og bráðlega eins og hval á þurru landi ;)
Það er mest lítið að frétta, þetta var ósköp tíðindalaus helgi.
Ég skrapp á fimmtudaginn með Sabbalínu og Hjördísi á Grænan kost og svo í smá kaffidreitil á Vegamótum. Svona hittingur er alveg nauðsynlegur í skammdeginu.
Svo fórum við á laugardagskvöld í 8 ára afmæli til hans Orra Steins, systurhansÁrnasonar. Þar var boðið uppá uppáhalds matinn minn, sem ég má ekki borða :'( Sushi... Ég stalst samt í grænmetisbitana.
Svo á sunnudaginn fórum við í bíó á "sturtað niður" Það var svaka stuð. Um kvöldið eldaði ég svo svo pizzu a la Hlín :)
Ótrúlega skemmtileg helgi eins og þið sjáið, þannig að ég varð því miður að afþakka boð Óla Ólafs. vinar míns í afmælisveisluna hans! Elton kemtur bara í kaffi til mín næst þegar hann er á landinu ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home