El Simos glæsikerros
Við erum búin að finna vagn :) Glæsilegan 3 ára Simo vagn sem er eins og nýr. Hann er Vínrauður og ljósbrúnn með svörtu stelli, ég skelli inn mynd við tækifæri af glæsikerrunni. Og það er heldur ekki amalegt að spara 40 þús kall á því að kaupa notaðan frekar en nýjan. Ég er auðvitað löngu búin að eyða 40 þús kallinum í huganum ;)
Við famelían erum búin að fá það staðfest að kambavaðið verður ekki tilbúið fyrr en um miðjan mars. En húsið og sameignin verður þá bara alveg reddý þegar við flytjum, lyftan komin í gang og svona ;)
Eins gott að barnið fari ekki að boða komu sína of snemma því það verður nóg að gera hjá okkur fram í maí!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home