MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Ég hef aðeins verið að hugsa um hvað ég eigi að gera í fæðingarorlofinu (annað en hugsa um prinsessuna og heimilið). Ég ætla að taka mér ársfrí frá vinnu og langar rosalega að taka 1-2 fög í háskólanum eða fara á einhver spennandi námskeið. Svo ég koðni nú ekki niður heima eins og ég var næstum búin að gera í síðasta orlofi.
Maður veit náttúrulega aldrei hvernig barni maður á von á, þannig að ef þetta verður eitthvað erfitt hætti ég náttúrulega við og held mig bara heima í joggingdressinu fína ;)

Það sem ég er aðalega að spá í, er hvort ég eigi að fara á eitthvað svona handverksnámskeið eins og ég hef farið svo oft á áður. Eða hvort ég eigi að skella mér í háskólann og taka nokkur fög mannfræði eða einhverju álíka spennandi. Svo er líka á döfinni að tékka á kennó og athuga með kennararéttindin, en þá í fjarnámi.
Það er um nóg að velja, helst langar mig í allt!

Annars kom svolítið skondið í ljós í dag þegar ég var að spjalla við samstarfskonu mína í hádeginu.
Ísland er afar lítið land!! Ég ætla ekkert að fara út í smáatriðin hvernig við uppgötvuðum þetta, svo það fattist ekki hver á í hlut. En allavega þá höfum við verið með sama manninum, hún reyndar bara eina kvöldstund en ég í nokkra mánuði.
Gaman að þessu ;)

3 Comments:

At 26 janúar, 2007 16:12, Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að djóka? Þetta er ekkert smá lítið land..eins og við ræddum jú um daginn:) Fáránlegt alveg stundum ! haha..En eins og þú veist þá finnst mér alveg öruggt og skothelt að þú skellir þér í kennó í fjarnám..það sakar ekki að sækja um, líka erfitt að komast inn..en þú svífur inn með þína hæfileika. Ég sé þig alveg í anda í myndlistinni eða hönnun og smíði..á hvaða aldri æskunnar sem er..og alltaf skemmtilegt í vinnunni, gullkornin daglega plús skemmtilegasta stéttin klárlega. En umfram allt Hlínsa mín þá held ég að þú ættir bara að njóta þess að vera heima með stelpunni og taka á móti Herði þegar hann kemur úr skólanum, aðstoða hann við námið, þú veist nú þegar hvað það er mikilvægt, ég tala nú ekki um þegar hann eldist:) þessi duglegu þurfa líka að fá aðhald og stuðning:) En ég þarf ekkert að tuða um það við þig:) En já..bara njóta þess í botn að vera heimavinnandi húsmóðir..svo ef þú ferð að verða eitthvað desperate housewife þá bara finnirðu þér eitthvað til dundurs..engar áhyggjur. Og eitt enn úr því þetta er hvort eð er orðið svo langt..þú lítur glæsilega út elskan mín og ert bara með sætustu bumbuna í bænum:) Knús og góða helgi.

 
At 27 janúar, 2007 12:56, Blogger Hlin said...

Æ, takk fyrir hrósið Svava mín, algjör nauðsyn fyrir óléttar kellur :)
En ég prófa allavega að sækja um fjarnámið í kennó.
Það sem ég er aðalega að hugsa um er að komast aðeins út meðal fólks. Annars verð ég gjörsamlega óviðræðuhæf og hundleiðinleg ;)

 
At 31 janúar, 2007 14:15, Anonymous Nafnlaus said...

He he fyndið með þennan mann, þú veist að það er alveg bannað að koma með svona vísbendingar inn án þess að segja frá :)

Bíddu eftir skvísunni og ákveddu þá hvað þú ætlar að gera.... kannski hún verði bara vær og góð svo þú komist á einhver námskeið. En það er nefnilega alveg týpíst að þegar að maður er búinn að ákveða að gera þetta og hitt að þá getur maður það ekki því barnið var kannski ekki alveg jafn rólegt og maður var búinn að plana :)

 

Skrifa ummæli

<< Home