MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hvað getur þú dundað þér við að gera í Hagkaup á meðan konan þín verslar!

1. Náðu þér í 24 kassa af smokkum og dreifðu þeim handahófskennt í innkaupakerrur annarra þegar þeir eru ekki að horfa.

2. Stilltu allar verkjaraklukkurnar í raftækjadeildinni þannig að þær fari í gang á 5 mínútna fresti.

3. Búðu til slóð með tómatsafa á gólfið alveg að klósettunum.

4. Settu M&M í útsölurekka.

5. Tjaldaðu í útivistardeildinni og segðu öðrum viðskiptavinum að
þeir séu ekki boðnir nema þeir komi með kodda úr rúmfatalagernum með
sér.

6. Þegar starfsmaður snýr sér að þér og býður þér aðstoð, farðu þá að
grenja og segðu ,,af hverju getur fólk ekki bara látið mig í friði?"

7. Horfðu beint í öryggismyndavélina og notaðu hana eins og spegil á meðan þú borar í nefið.

8. Þegar þú handleikur beitta hnífa í búsáhaldadeildinni spurðu þá starfsmann hvort geðlyf séu seld í búðinni.

9. Stikaðu um verslunina með grunsemdarsvip og sönglaðu hátt
byrjunarlagið úr 'Mission Impossible'.

10. Feldu þig í fataslám og þegar fólk skoðar föt, stökktu þá fram og
segðu hátt ,,Veldu mig.. veldu mig....."

11. Þegar tilkynning hefur heyrst í hátalarakerfinu taktu þá um
höfuðið og segðu ,,oh þessar raddir aftur..."

12. Farðu inn í mátunarklefa og kallaðu hátt ,,hey það vantar
klósettpappír hér..."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home