MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, apríl 26, 2004

Sagan af Hlín og Bangsa bestaskinn

Eitt sinn á laugardagskveldi lagði Hlín leið sína á skemmtistað að nafni Pravda. Hún var allsgáð þetta kvöld og hafði hug á að ná sér í vatnsglas af barnum þegar líða tók á nóttina. Mikið var af fólki sem hafði einnig hug á að næla sér í eitthvað drykkjarhæft, svo Hlín litla þurfti að bíða í nokkra stund eftir athygli barþjónsins. Stóð hún þar við hliðina á bangsa stórum og mikið ölvuðum, og hér byrjar sagan...........

Hlín (hugsar): *flauti flauti* voðalega er mikið að gera hérna!

Bangsi besta skinn: *slef og frussss* ég bara verð að segja þér það að þú ert alveg ótrúlega falleg

Hlín (hugsar): ohhhh, nei týbískt. Nenni ekkki svona rugli, hættu að frussa framan í mig og þú angar eins og bruggverksmiðja

Hlín (segir): takk fyrir það, alltaf gaman að fá hrós

Bangsi bestaskinn: þú ert alveg ótrúlega falleg, bara fallegasta stelpa sem ég hef séð. Ég er alveg rosalega góður strákur, heiti bangsi besta skinn og er besta skinn *meira frusss* Eftir hverju ertu að bíða?

Hlín (hugsar): plís farðu, ég nenni ekki að tala við þig og nei þú dirfist ekki að taka utan um mig. Ég var allavega ekki að bíða eftir þér!

Hlín (segir): hahaha, ég er nú bara að bíða eftir athygli frá barþjóninum

Bangsi besta skinn (kominn með andlitið alveg ofaní Hlín litlu): Ertu kannski frátekin?

Hlín (hugsar): BINGÓ!!! flóttaleiðin komin :D

Hlín (segir): JÁ!!!! ég er það víst *krossa fingur í laumi*

Bangsi bestaskinn: það hlaut að vera! annað væri náttúrulega bara rugl, svona falleg stelpa eins og þú. *frussifruss*

Hlín (hugsar): Jössss... *hoppi hopp af kæti*

Hlín (segir): Já svona er þetta :)

Bangsi bestaskinn snýr sér að næsta fórnarlambi.............


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home