MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

föstudagur, apríl 23, 2004

Húbba húlle húlle húlle

Ég gerðist svo fræg í gær að fá að láta reyna á hæfileika mína í að húlla hopp :o/
Hörður dró einn af nýju nágranna félögunum sínum hér heim í gær og hafði hann meðferðis þetta snilldar tæki "húllahopp". Ég fór náttúrulega að hreykja mér af því hvað ég hefði nú verið mikill meistari í þessu sporti á mínum yngri árum og getað húllað alveg frá hálsinum og niður í tær án þess svo mikið að blása úr nös.
Ég ákvað því að díla smá við hann og leyfa pjakknum að kríta á stéttina mína í skiptum fyrir smá reynsluhopp. Hann samþykkti það og ég tók við hringnum. Ég skellti honum auðvitað um mittið og byrjaði að sveifla mjöðmunum, en hvað gerðist? Ákkúrat ekki neitt!!! Hann datt beinustu leið niður á gangstétt, sama hvað ég reyndi :'(

Ég bara trúi þessu ekki, ég sem hélt að þetta væri eins og að læra að hjóla. Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist. Nú er ég orðin svo ákveðin í að geta þetta aftur, að ég fékk hringinn í láni hjá stráknum, gegnt því að hann mætti koma að vild og kríta hjá mér. *púff* nú er eins gott að æfa sig svo maður haldi heiðrinum næst þegar maður fer að monta sig ;)

húlle húlle húlle :P

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home