Duglegir strákar ;)
Pabbi kom áðan að hjálpa mér að festa sjónvarpshillurnar við vegginn svo að Hörður færi sér nú ekki að voða ef hann færi að taka upp á því að klifra. Það er rosalega næs að eiga svona góðan pabba, sem nennir að hlaupa til um leið og ég hringi og bið um eitthvað ;) Takk pabbi *mmwwwwahhhh....*
Ég verð nú bara að deila með ykkur því, hvað ég á duglegan pjakk :) Núna í þessum töluðu orðum, þegar ég sit á rassinum við tölvuna er pjakkurinn að ryksuga. Já nei, ég er sko ekki að pína hann til þess, hann getur dundað sér við þetta alveg heillengi og finnst ekkert skemmtilegra. Ætli ég verði ekki bara stikkfrí hvað varðar hreingerningar eftir, hvað eigum við að segja, 4-5 ár :) Næsta skref verður ss. að láta undan og kenna honum á þvottavélin, hahahahah.
Nú var hann að slökkva á sugunni og sagði "mamma mín, nú er allt fínt hjá okkur" Yndislegt barn, hvaðan ætli hann hafi þetta?
Jú ég veit frá ömmum sínum ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home