MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

sunnudagur, apríl 18, 2004

SUMMERTIME :)

Ég verð eiginlega að segja ykkur frá alveg rosalega furðulegum draum sem mig dreymdi í nótt. Þannig var það nú að ég var komin aftur til New York með nokkrum krökkum og hafði keypt mér miða bara aðra leiðina og ætlaði svo bara að panta mér miða á netinu heim. Allavega ég var þarna í New York og var ólétt í þokkabót komin rúma 6 mánuði á leið (það fylgdi ekki draumnum hver pabbinn var). Ég var í sífellu að dáðst að bumbunni og strjúka henni, svo þetta var allsekki óvelkomið. Svo allt í einu er ég bara alein eftir einhvernstaðar í NY og á eftir að panta far heim og allir farnir. Ég fer því niður á hótel og ætla að athuga hvort ég fái ekki áfram gistingu og þarf þá að fara í gegnum einhverskonar þrautahring til að komast inn (furðulegt!) En snillingurinn ég kemst í gegn ;) Svo fer ég allt í einu að spá í óléttunni og fatta það að ég er ekkert búin að fara til læknis í mæðraskoðun eða neitt og fer að skamma sjálfa mig fyrir að hafa gleymt því. Það síðasta sem ég man áður en ég vakna er að það var bara fólk af asískum uppruna á hótelinu.

Jæja þetta var nú furðulegt, annars er ég bara að reyna að læra og er að hlusta á summertime í nokkrum útgáfum. Kristján benti mér á að hlusta á útgáfuna með Fantasiu Barrino, hún er alveg rosalega góð!!!! Annars átti ég líka til gamla útgáfu með Billie Holliday, þetta rifjar alltaf upp gamlar minnigar úr lúðró, Porgy and Bess jú nó söngleikurinn sko!!! Hehe nú er ég farin að bulla eitthvað sem engin skilur :P En hei! Kristín ætti að skilja :)

Læt fylgja með textann úr þessu undursamlega lagi, verði ykkur að góðu *smakk á kinnina á öllum sem lesa*

Summertime and the livin' is easy
Fish are jumpin', and cotton is high.
Oh your daddy's rich, and your ma is good lookin'
So hush, little baby, don' yo' cry.

One of these mornin's you're goin' to rise up singin',
Then you'll spread you're wings an you'll take the sky.
But till that mornin, there's a-nothin' can harm you
With Daddy and Mammy standin' by.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home