Suuuuuumar og sól, sumar og sól :D
Gleðilegt sumar!!
Jæja, þá er komið sumar :) Ég og krúsilíus skelltum okkur í smá ferðalag í dag, í Sólheima. Við fórum á leiksýninguna um Latabæ sem íbúarnir á Sólheimum voru rétt að ljúka við að setja upp. Þetta var hreint út sagt frábær sýning í alla staði *þrefalt húrra fyrir leikurunum* Þar mátti meðal annars finna fimm Sollur, tvo Sigga og lítinn íþróttaálf sem að flaug um loftin í heljarstökkum og flikk flökkum. Krúsilíus sat eins og frosinn og horfði með aðdáun á allt hæfileikafólkið, ásamt því að troða í sig fullt af íþróttanammi (heilli Sólheimaræktaðari agúrku). Svo eftir allt fjörið og smá afslöppunarkók, brunuðum við í bæinn og fengum okkur ekta Tomma hamborgara, nammi nammi namm :) Nú er litli kútur bara steinsofnaður eftir vel heppnaðan sumardag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home