MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

laugardagur, maí 29, 2004

zzzzzz.......

Ohh, nú er ég andvaka :( Er nefnilega að endurskipuleggja svefnherbergið og stofuna, í huganum.
Nú verð ég að fara að koma þessu öllu í almennilegt stand hjá mér. Nýjustu hugmyndir eru: kaupa eitt stykki mdf plötu, láta saga hana aðeins til fyrir mig, spreyja hana svo hvíta og nota sem höfðagafl á rúmið. Þá er ég að hugsa um að spreyja líka gömlu hillurnar sem ég á eftir að setja upp og náttborðið, svo þetta verði allt í stíl. Svo er algjört must að fara að breiða yfir þessa blessuðu sófa sem ég er með í stofunni, þessi guldoppótti litur er að gera mig geðveika :o/ Þetta fór allt voða vel í stofunni hjá ömmu og afa, en er kannski heldur samlitt gólfinu hér hjá mér! BYKO í fyrramálið.......!!! ;)

föstudagur, maí 28, 2004

Ahhh, hressandi :)

Ég skellti mér í baddarann í morgunn, ákvað að mæta snemma því ég er að reyna að koma sólarhringnum aftur á rétt ról. Er alveg búin að komast að því, að svona letifrí á engan veginn við mig ég get ekki beðið eftir að byrja að vinna.
Ég ætla að vera róleg í kvöld og kíkja aðeins á þessa boli sem elítugellurnar voru að biðja mig um að hanna. Sýni ykkur kannski afraksturinn á morgun, hver veit........... Ég er að hugsa um að halda mig við détournement hugmyndina sem ég og Sabbalína vorum að ræða um, annars sjáum við bara til hvað gerist.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Pixies í stuttu máli

Ghostigital:
Mér fannst reyndar dálítið skemmtilegt þegar Einar byrjaði að öskra að hann væri Halldór Ásgrímsson og framistaða hins unga Hrafnkells Flóka var frábær. Að öðru leyti, hvílíkur sársauki :o/

Pixies:
Ég held að ég sé orðin ástfangin af Frank Black eftir þessa tónleika. Ánægjuhrollurinn sem fór upp og niður bakið við nánast hvern tón, það er ekki hægt að lýsa þessu!!

miðvikudagur, maí 26, 2004

There are how many petals around the rose?

Athugið hvort þið getið leyst þetta :o/

þriðjudagur, maí 25, 2004

Urrrr.....

Þetta er alltaf eitthvað bilað :(

mánudagur, maí 24, 2004

Undergay, overgay or just gay enough?

Bretar eru snillingar hvað varðar sjónvarpsþáttagerð. Ég horfði á eitt meistaraverkið á sky one um helgina, þátturinn hét How gay are you og fjallaði um hvort ákveðnir karlmenn væru Undergay, overgay eða just gay enough. Karlmennirnir voru teknir í allskonar próf, þeir voru meðal annars látnir setja saman húsgögn, innrétta herbergi og þvo sér í framan.
Eftir að hafa séð þennan þátt er ég alveg pottþétt á að overgay og just gay enough týpur eru langt um betri kostir en undergay týpurnar. Karlmenn sem eru undergay eru augljóslega til einskis nýtir nema að, drekka bjór, safna bakhárum og klóra sér í pungnum ;)

Svo eru það PIXIES á morgun!!!! Where is my mind, trallallala, where is my mind, trallalala...........úúúúje

sunnudagur, maí 23, 2004

jamms

Skellti mér í smuguna um "helgina", bæði á miðvikudaginn og föstudaginn. Það beit á ;)

Annars er ég komin í sparidressið og gúmmíhanskana núna, ætla að reyna að drusla eitthvað til hérna. Hef svosum ekki mikið annað að gera, dugir ekki að hanga fyrir framan tölvuna allan daginn......

Jack Schitt

Rakst á þetta áðan. Smá saga Schitt fjölskyldunar. You don't know Jack...... argasta snilld ;)






You Are Most Like Carrie!


You're quirky, flirty, and every guy's perfect first date.

But can the guy in question live up to your romantic ideal?

It's tough for you to find the right match - you're more than a little picky.

Never fear... You've got a great group of friends and a
great closet of clothes, no matter what!



Romantic prediction: You'll fall for someone this year...

Totally different from any guy you've dated.




Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!



föstudagur, maí 21, 2004

hahahahaha

voðalega líður mér eitthvað í dag ;)

Jiiiii, mér er bara farið að líða eins og Gwyneth Paltrow :Þ

Það er víst mynd af mér og krúsilíusi í VR-blaðinu, síðan í 1. maí göngunni! Hef reyndar ekki séð þessa mynd sjálf, hmmmm.... ætti þá kannski ekki að vera að pósta þessu ef hún er eitthvað horror :o/ Æi ég læt bara vaða, það er ekki hægt að vera alltaf sætur!
Ég var samt eitthvað hálf sjúskuð þennan dag minnir mig, með hárið í fléttu og svona..............

Ja hérna

Ekki nóg með að nágranni minn, hér á efri hæðinni spræni alltaf beint í klósettvatnið (mér til mikillar gleði þegar ég er ný lögst uppí rúm á kvöldin). Heldur er hann líka farinn að taka upp á því að hrjóta, svo hátt að það drynur í veggjum hér.

Mér er bara farið að líða eins og ég sé gift ;) *fettuppánefoghristihaus*

miðvikudagur, maí 19, 2004

ÆI......

Mér er kalt á tásunum :(

þriðjudagur, maí 18, 2004

:(

Oj, haldið þið ekki að ég hafi náð mér í einhverja ógeðis pest :S Ég var byrjuð að finna fyrir þessu í gær, baugarnir byrjuðu að síga og liturinn rann af húðinni, í morgunn vaknaði ég svo með hausverk dauðans. Mér datt fyrst í hug hvort það hefði nokkuð læðst inn trukkur og gert sér lítið fyrir og keyrt yfir mig, mér leið allavega þannig :o/
Ég ætla rétt að vona að ég verði betri á morgun, þar sem ég er búin að redda mér útivistarleyfi fyrir kvöldið ;) Annars læt ég trukkinn ekki stoppa mig svo auðveldlega :Þ Svo ef þið sjáið gangandi föt með bauga annað kvöld, þá er það líklega ég!

sunnudagur, maí 16, 2004


Amethyst


What Stone Are You?
brought to you by Quizilla

Ég er rugluð :o/

ég ætlaði að poppa mér áðan (á ekki örbylgju, poppa bara alvöru), set pottinn á helluna og opna eldhússkápinn og ætla að ná í olíu. En gríp í tómt!!! Olían er horfin, veit ekkert hvað varð um hana :o/ Leitaði inní öllum skápum, ísskápnum og meira að segja frystinum. Hvernig í ósköpunum er hægt að týna lítersbrúsa af olíu, sem yfirgefur aldrei eldhúsið. Ég hlýt að hafa hent honum í einhverju hugsunarleysi, nema að ég sé með alzeimer á byrjunarstigi. En allavega, ef þið finnið lítersbrúsa af iso olíu liggjandi á glámbekk þá á ég hann!

Oh, so just blend your Colours with my blue.

Ahhh, mikið rosalega var gærkvöldið notarlegt :) Ég Stína og krúsilíus fórum í grill til Lóu og Bjarna og átum yfir okkur af grilluðum lunda, pylsum og öðru gúmmilaði :Þ Svo horfðum við auðvitað á Júró, Jónsi stóð sig eins og hetja þó að stigataflan hafi ekki verið sammála, vantaði bara smá hressileika og rassahrist!!
Svo seinna um kvöldið lágum við bara á beit í nammi og snakki og horfðum á nokkra vel valda rassa bera sig fyrir utan eldhúsgluggann, svaka fjör.

laugardagur, maí 15, 2004

aaarrrrrrrríba :Þ

JESS, ég fékk geggjaða vinnu í dag. Frá og með næstu mánaðarmótum megi þið kalla mig flokkstjóra Hlín eða bara Hlín á hrífunni ;) Jebb er að fara að vinna hjá vinnuskóla Reykjavíkur sem flokkstjóri. Var nú reyndar búin að ráða mig í aðra vinnu sem átti að byrja á mánudaginn, en ég ætla sko að afþakka hana og verða brún og sælleg í sumar :D

Annars var þetta eitt erfiðasta atvinnuviðtal sem ég hef farið í, mér leið eins og ég veit ekki hvað. Hitti einhvern yfir-jóa þarna, sem spurði mig sundur og saman!!! "hvenig myndir bregðast við þessum og þessum aðstæðum", "hvaða kostum finnst þér þú búa yfir sem gera þig hæfa í þetta starf", "afhverju sóttiru um þetta starf" o.s.frv. o.s.frv..... Ég reyndi náttúrulega að svara eftir bestu getu en það var hrikalega erfitt því ég var ekkert undirbúin!!! Hann kvaddi mig svo með því að segja að það væri fullt af fólki að sækjast eftir starfinu og að ég myndi heyra frá honum á mánudaginn. Ég hugsaði strax "aha, hann er ss. að reyna að segja mér að ég fái ekki starfið" :( Það var ekki liðið korter þegar yfir-jói hringdi og bauð mér vinnu :D Svona er maður nú heillandi *blikkblikk*
Svo núna er það bara *heljarstökkogflikkflakk* af ánægju!!!!!

föstudagur, maí 14, 2004

Results... I'm a pony ;)

my little pony
You're My Little Pony!! Sweet and innocent and
happy, you make people want to spew burrito
chunks. Even a Care Bear could kick your ass.


What childhood toy from the 80s are you?
brought to you by Quizilla

awwww.... núna langar mig bara í ponygreiðuna mína og bleiku hjólaskautana! Já og garbage pail kids myndirnar, apaskinnsgallann, alvöru sinalco í gleri, HE-MAN, gremlings, Hello kitty úr Tokyo búðinni, kærleiksbirnina, kókakólajójó og Lobba aftur í stundina okkar. VÁ, ég get endalaust talið upp......... munið þið eftir einhverju fleiru????

fimmtudagur, maí 13, 2004

muna 15. maí!

Úúúú, það var svo gaman í dag :D Ég var að hjálpa Guddeddu að setja upp lokaverkefnið sitt niðrá Listasafni Reykjavíkur. Þetta er ekkert smá flott hjá henni, ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á sýninguna. Hún opnar á Laugardaginn þann 15.!! Ég fékk samt alveg í magann, því ég er náttúrulega búin að vera að fylgjast með henni núna, og bara tilhugsunin við það hvað ég á í vændum næsta ár........ :o/ Nei nei, þetta verður stuð, bara eitt ár eftir (vonandi) ;)

Svo er ég alveg að deyja úr harðsperrum eftir leikfimi gærdagsinns, *áds* svindl að þetta skuli verða að fylgja :(

miðvikudagur, maí 12, 2004

2-3 herbergja?

Nú er ég eitthvað að láta mig dreyma...
Ég kíkti aðeins inn til Styrmis, sem er nota bene nýji vinur hans Harðar. Þessi sem á flotta pabbann (þetta var í boði Stínu, því hún heldur ekki vatni yfir honum *blikkblikk*). Allavega þá á hann heima í alveg eins íbúð og ég, með mömmu sinni og pabba. Þau eru búin að búa til lítið herbergi fyrir hann í stofunni, alveg ótrúlega sniðugt. Svo núna er ég að láta mig dreyma og dreyma um að láta búa til svona fyrir Hörð. Þetta lokar reyndar eldhúsið svolítið af, en þetta er samt sniðug lausn hjá þeim :) Var að spá í að díla smá við þau og fá að kíkja aðeins betur á þetta og spyrja hvað þetta hafi kostað og svona........ dreymi dreym......
Svo er náttúrulega aldrei að vita nema að íbúðin myndi hækka í verði við þetta!?$$$

Here I come.......

Ekki slæmt ;)







You are Slinky Heels!


You're an uptown, well put together woman

But you're not too uptight to enjoy a hot club

You're always the best dressed chick in the room

And you'll only settle for the best in men




What Shoe Are You? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



Hæ hó

er að prófa svolítið nýtt
prófi prófi prófi.............

Jeremías Dúddason


Hvað ætlaði ég að gera í dag: ALLT
Hvað gerði ég í dag: EKKERT!!

Jú ég fór með pjakk á leikskólann upp úr 9, svaf svo til þrjú. Jú, ég gerði eitt af viti, borgaði blessuð fasteignagjöldin eða "blóðgjöldin". Hvernig í ósköpunum er hægt að láta mann borga næstum 60 þúsundkalla á ári fyrir 58 fermetra???
Góð útskýring og skýr rök fyrir útskýringunni óskast!

mánudagur, maí 10, 2004

Jesss :Þ

Þá er ég orðin dökkhærð aftur!!! ;) Það er alveg hrikalega fyndið að líta í spegil núna, og Hörður talar ekki um annað en það sé búið að "mála" hárið á mér og vill helst ekki koma við það því hann er hræddur um að fá "málningu" á puttana! ;)

Ég var að spjalla við stelpu áðan sem ætlar að sækja Hörð fyrir mig á leikskólann í sumar. Alveg yndisleg stelpa, mér líst alveg rosalega vel á hana :D Hún ætlar að prófa að sækja hann í fyrsta skiptið næsta mánudag, sjáum til hvernig gengur.

Annars var helgin bara skemmtileg, Hörður var hjá pabba sínum á Föstudaginn. Ég kíkti í mat til Stínu og eldaði hún ekta fahitas handa mér "a la Kristín"! Ég veit ekki hvort logaði glaðar í tungunni á mér eða kertinu á borðinu fyrir framan mig :Þ En þrátt fyrir það var þetta rosa gott :) Síðan kíktum við á Sólon og Kaffibarinn, þetta var alveg ágætis djamm......
Á laugardeginum bauð ég svo Haffa og Herði í heimatilbúna pizzu "a la Hlín" ;) Hörður gisti svo hjá mér því klukkan var orðin svo margt.
Sunnudagurinn var svo toppurinn því þá fór ég að VEIÐA!!! Ekkert smá gaman, við fórum upp að Reynisvatni og veiddum tvo stóra silunga á litlu Hagkaupsveiðistöngina hans Harðar. Brunuðum svo með þá heim til mömmu og grilluðum þá *slefaðleka*.

sunnudagur, maí 09, 2004

Barbakær!

Arts-inclined
You are Barbouille! You are visually inventive.
When you're creating new things, sometimes you
forget to eat. Intense!


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

föstudagur, maí 07, 2004

Það er komið suuuuuumarfrí :D

Jebb, var að koma úr síðustu yfirferðinni *risagleðibros* Þar var hann Dabbi Doddson afsyndgaður af Syndabankanum (held samt að þurfi meira til en það). Ég á reyndar eftir að skrifa tvær ritgerðir og það verður gert um helgina, en það er samt bara písoffcake miðað við brjálæðið sem ég er búin að standa í undanfarna daga ;)
Já svo er hérna smá mont, ég er búin að fá tvær einkannir fyrir önnina 2 x 8,5 takk fyrir ;) og næst hæðst í ljósmyndakúrsinum, hefði örugglega fengið 10 ef ég hefði mætt betur (hrós vinsamlegast þegin *blikkblikk*)
Núna er ég bara að fara heim að leggja mig í smá stund því það verður partístuð í kvöld, er víst ekki búin að fá almennilegan nætursvefn síðan á mánudaginn :0/
Ekki skamma mig ef þetta er eitthvað ruglingslegt blogg, les það aftur yfir þegar ég er búin að sofa smá!!!
Bless, ekkert stress og verið svo hress ;)

sunnudagur, maí 02, 2004

ohhhhh :'(

Nú er ég alveg að deyja mig langar svo til útlanda!!! Mig langar aftur til New York, til Ítalíu eða bara Danmerkur. Ég held að það sé algjört möst að skella sér í smá helgarferð í sumar, þó það væri ekki nema bara til að koma visakortinu af stað aftur :P Nei ég segi nú svona, en maður á allavega aldrei að segja aldrei...... Ætli það sé til svona TA(travelholics anonymous), eins og AA eða OA???!!!!

laugardagur, maí 01, 2004

1. maí :)

Ákvað að skella þessu inn svona í tilefni dagsins!!

Internasjonalinn

Fram þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burt vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
vér bárum fjötra
en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.


Annars skelltum við Hörður okkur í gönguna í dag og marseruðum í takt við Lúðrasveit verkalýðsins, rosa gaman :) Svo fórum við á McMurder og átum á okkur gat, og enduðum svo upp í kirkjugarði og settum kerti á leiðin hjá (lang)ömmu og (lang)afa. Bara indælis dagur í alla staði.