Ég er rugluð :o/
ég ætlaði að poppa mér áðan (á ekki örbylgju, poppa bara alvöru), set pottinn á helluna og opna eldhússkápinn og ætla að ná í olíu. En gríp í tómt!!! Olían er horfin, veit ekkert hvað varð um hana :o/ Leitaði inní öllum skápum, ísskápnum og meira að segja frystinum. Hvernig í ósköpunum er hægt að týna lítersbrúsa af olíu, sem yfirgefur aldrei eldhúsið. Ég hlýt að hafa hent honum í einhverju hugsunarleysi, nema að ég sé með alzeimer á byrjunarstigi. En allavega, ef þið finnið lítersbrúsa af iso olíu liggjandi á glámbekk þá á ég hann!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home