Jesss :Þ
Þá er ég orðin dökkhærð aftur!!! ;) Það er alveg hrikalega fyndið að líta í spegil núna, og Hörður talar ekki um annað en það sé búið að "mála" hárið á mér og vill helst ekki koma við það því hann er hræddur um að fá "málningu" á puttana! ;)
Ég var að spjalla við stelpu áðan sem ætlar að sækja Hörð fyrir mig á leikskólann í sumar. Alveg yndisleg stelpa, mér líst alveg rosalega vel á hana :D Hún ætlar að prófa að sækja hann í fyrsta skiptið næsta mánudag, sjáum til hvernig gengur.
Annars var helgin bara skemmtileg, Hörður var hjá pabba sínum á Föstudaginn. Ég kíkti í mat til Stínu og eldaði hún ekta fahitas handa mér "a la Kristín"! Ég veit ekki hvort logaði glaðar í tungunni á mér eða kertinu á borðinu fyrir framan mig :Þ En þrátt fyrir það var þetta rosa gott :) Síðan kíktum við á Sólon og Kaffibarinn, þetta var alveg ágætis djamm......
Á laugardeginum bauð ég svo Haffa og Herði í heimatilbúna pizzu "a la Hlín" ;) Hörður gisti svo hjá mér því klukkan var orðin svo margt.
Sunnudagurinn var svo toppurinn því þá fór ég að VEIÐA!!! Ekkert smá gaman, við fórum upp að Reynisvatni og veiddum tvo stóra silunga á litlu Hagkaupsveiðistöngina hans Harðar. Brunuðum svo með þá heim til mömmu og grilluðum þá *slefaðleka*.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home