MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

laugardagur, maí 01, 2004

1. maí :)

Ákvað að skella þessu inn svona í tilefni dagsins!!

Internasjonalinn

Fram þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burt vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
vér bárum fjötra
en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.

Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því internasjónalinn
mun tengja strönd við strönd.


Annars skelltum við Hörður okkur í gönguna í dag og marseruðum í takt við Lúðrasveit verkalýðsins, rosa gaman :) Svo fórum við á McMurder og átum á okkur gat, og enduðum svo upp í kirkjugarði og settum kerti á leiðin hjá (lang)ömmu og (lang)afa. Bara indælis dagur í alla staði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home