MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

laugardagur, maí 15, 2004

aaarrrrrrrríba :Þ

JESS, ég fékk geggjaða vinnu í dag. Frá og með næstu mánaðarmótum megi þið kalla mig flokkstjóra Hlín eða bara Hlín á hrífunni ;) Jebb er að fara að vinna hjá vinnuskóla Reykjavíkur sem flokkstjóri. Var nú reyndar búin að ráða mig í aðra vinnu sem átti að byrja á mánudaginn, en ég ætla sko að afþakka hana og verða brún og sælleg í sumar :D

Annars var þetta eitt erfiðasta atvinnuviðtal sem ég hef farið í, mér leið eins og ég veit ekki hvað. Hitti einhvern yfir-jóa þarna, sem spurði mig sundur og saman!!! "hvenig myndir bregðast við þessum og þessum aðstæðum", "hvaða kostum finnst þér þú búa yfir sem gera þig hæfa í þetta starf", "afhverju sóttiru um þetta starf" o.s.frv. o.s.frv..... Ég reyndi náttúrulega að svara eftir bestu getu en það var hrikalega erfitt því ég var ekkert undirbúin!!! Hann kvaddi mig svo með því að segja að það væri fullt af fólki að sækjast eftir starfinu og að ég myndi heyra frá honum á mánudaginn. Ég hugsaði strax "aha, hann er ss. að reyna að segja mér að ég fái ekki starfið" :( Það var ekki liðið korter þegar yfir-jói hringdi og bauð mér vinnu :D Svona er maður nú heillandi *blikkblikk*
Svo núna er það bara *heljarstökkogflikkflakk* af ánægju!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home