MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, maí 24, 2004

Undergay, overgay or just gay enough?

Bretar eru snillingar hvað varðar sjónvarpsþáttagerð. Ég horfði á eitt meistaraverkið á sky one um helgina, þátturinn hét How gay are you og fjallaði um hvort ákveðnir karlmenn væru Undergay, overgay eða just gay enough. Karlmennirnir voru teknir í allskonar próf, þeir voru meðal annars látnir setja saman húsgögn, innrétta herbergi og þvo sér í framan.
Eftir að hafa séð þennan þátt er ég alveg pottþétt á að overgay og just gay enough týpur eru langt um betri kostir en undergay týpurnar. Karlmenn sem eru undergay eru augljóslega til einskis nýtir nema að, drekka bjór, safna bakhárum og klóra sér í pungnum ;)

Svo eru það PIXIES á morgun!!!! Where is my mind, trallallala, where is my mind, trallalala...........úúúúje

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home