MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

þriðjudagur, desember 30, 2003

snjósund!

Það er aldeilis að það snjóar! Þurfti nefnilega að fara til læknis í gærmorgun, þarf sjálfsagt ekki að útskýra fyrir neinum hvernig veðrið var.
Afhverju í *bíb* hélt ég mig ekki bara heima undir sæng? Jújú ég lagði af stað í ansi skemmtilegan bíltúr :( Komst með miklu streði en þó heilu og höldnu til læknisins niðrí Domus (fór akandi úr Hraunbænum). Lagði bílnum mínum í einhvern skafl, sem ég vonaði að væri bílastæði, borgaði meiraðsegja í mæli sem stakk hausnum uppúr skaflinum. Var frekar snögg í tékkinu og hélt heim á leið, bíllinn var auðvitað fastur í skaflinum til að byrja með, en losnaði þó fljótt. Ferðin gekk bara með ágætum þartil ég ætlaði að komast UPP í Hraunbæinn aftur, það var ekki svo auðvelt. Hringsólaði í einhvern 1 1/2 tíma í leit að einhverri leið þar sem annaðhvort ÉG myndi ekki festa mig, eða þar sem enginn ANNAR sat fastur fyrir, en ekkert gekk :( Endaði því bíltúrinn á Select við vesturlandsveg og synti heim í gegnum mannhæðaháa skaflana. :( :(

mánudagur, desember 29, 2003

:o)

It is our choices...that show what we truly are, far more than our abilities.
J. K. Rowling

föstudagur, desember 26, 2003

Ég þoli ekki jóla-contrytónlist *gubb*
Æ, þið vitið þar sem er einsog öll hljóðfærin séu að grenja, sérstaklega fiðlan!!! Vææææææææææl.....

fimmtudagur, desember 25, 2003

Hint...............?

Múhahahaha........Okey!!! Ég fékk tvö svona loðin handjárn í jólagjöf! Eruð þið að reyna að segja mér eitthvað????!! Takk kærlega fyrir gjafirnar, en það er bara eitt sem mig langar að vita. HVERN Í ASK.. ÉG AÐ HANDJÁRNA? Sjálfa mig við rúmið? og hringja svo í 112 og óska sérstaklega eftir sætum löggustrákum??? (hummmm... ekki slæm hugmynd!)
dominant



You Are Dominant!


If you're giving out whippings, then this is no surprise to you

But being dominant doesn't neccisarily mean you are a sadist

You might just take the lead, call out positions, or decide when it's time for sex

Bottom line: The bedroom is your domain, and anyone who gets with you knows it!



Are You Dominant or Submissive?

More Great Quizzes from Quiz Diva

þriðjudagur, desember 23, 2003

Noh, það er ekkert annað!!!

pho
You are Form 0, Phoenix: The Eternal.

"And The Phoenix's cycle had reached
zenith, so he consumed himself in fire. He
emerged from his own ashes, to be forever
immortal."


Some examples of the Phoenix Form are Quetzalcoatl
(Aztec), Shiva (Indian), and Ra-Atum
(Egyptian).
The Phoenix is associated with the concept of life,
the number 0, and the element of fire.
His sign is the eclipsed sun.

As a member of Form 0, you are a determined
individual. You tend to keep your sense of
optomism, even through tough times and have a
positive outlook on most situations. You have
a way of looking at going through life as a
journey that you can constantly learn from.
Phoenixes are the best friends to have because
they cheer people up easily.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

Jólalalalalalalaaaaaaa................

*hopp*hopp*hopp* ég er loksins komin í jólafrí :)

Búin að skila ritgerðinni til hennar Úllu, tróð henni í gegnum lúguna hjá henni í gærkveldi og dansaði í burtu.

Þá er bara að klára jólagjafirnar og pakka inn, trallarallaralla.

mánudagur, desember 22, 2003

Jokes to heal the heartache!

hahahahahaha, þið verðið að kíkja á þessa síðu
Þetta er síða fyrir konur í ástarsorg :)

það er must að kíkja á "reasons men suck"!!!!!!!

sunnudagur, desember 21, 2003

SMEKK-LAUS

Vaaaaaá, æði!! Ég fór á yndislega tónleika í gær á Gauknum. Hlustaði meðal annars á meistara mínus, maus, dr. gunna, kímono og Einar Örn. Verð bara að segja að mínusfélagar eru algjörir snillingar á sviði, þeir eru sko alvöru rokkarar :) Einar Örn var líka fínn með tónlistar "gjörninginn" sinn, en þeir sem komu mest á óvart voru kímono, frábærir alveg hreint. :) :)
Tónleikunum lauk eitthvað um eitt og á eftir voru land og synir að spila, ég og Kristín flúðum út þegar fm-hnakkarnir fóru að streyma á svæðið *hrollur*.

Bærinn var troðinn af fólki og því ekki hjá því komist að þurfa að bíða kramin og köld í ofur langri röð í 10 stiga gaddi *skjálf*. En eftir nokkrar ískaldar mínútur náðum við að troðast inní hlýjuna á Sólon, við héldum okkur líka þar þartil búllan lokaði. Leigubílaröðin stóð líka fyrir sínu, vil þakka gaurunum sem hlýjuðu mér sérstaklega fyrir, takk gaurar;) já og Kristínu fyrir lánið á flísinu, mange tak!

Nú er bara að reyna að koma heilanum aftur í gang og hraðrita ritgerðina sem ég á að skila á MORGUN! Það verður sko ekkert *sof* í nótt :(

fimmtudagur, desember 18, 2003

Jösss..... :)

Ég ætla bara aðeins að monta mig, ég nebbla massaði eina 8.5 í stæðsta verkefni vetrarins:) Það var bara einn hópur með hærra ss. 9, þannig að við vorum næst hæðst. *geðveikt mont*
Nú er bara að fara að drífa sig í að klára þessa helv.."#$%&/ ritgerð sem ég á að skila 22. des.

En nenni ekki að hafa áhyggjur strax, svíf nefnilega ennþá á bleiku skýi.................!

Lag helgarinnar!!!!!

Ok, hér kemur..... Lag helgarinnar
og svo..... rokkútgáfan

algjör snilld, hehehe

miðvikudagur, desember 17, 2003

Tarzan apabróðir, trallaralla raaaarararalla.......

CWINDOWSDesktoptarzan.jpg
Tarzan!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

mánudagur, desember 15, 2003

óskalisti no.1

ok, mig langar í svona einkaþjálfara, æi þið vitið þennann sem að kemur heim til manns á morgnanna og vekur mann. Drífur mann svo á æfingu og þrælar manni út og passar fyrir mann á meðan. Svo má hann alveg líka vera ótrúlega myndarlegur og á lausu!!!!
Með fyrirfram þökk, músímús:)

mega-nörd:b

Fór í NEXUS í dag og verslaði bókastafla fyrir næstum 8 þúsundkalla. Keypti t.d. Lone wolf and cub eftir Kazuo Koike og Goseki Kojima, Hey wait... eftir Jason og Batmann: the dark knight returns eftir Miller og fleiri og fleiri!! Múhahahahaha..... það verður gaman hjá mér í kvöld;)
Svo fór ég að sækja hann krúsilíus minn til pabba síns, hann er orðinn lasinn greyið litla og komst því ekki á leikskólann. Núna liggur hann bara fyrir framan imbann og er að horfa á LION KING, sem jólasveinninn gaf honum í skóinn.
Jæja best að halda áfram að lesa:)

sunnudagur, desember 14, 2003

koló

OOOooooo, ég hata þegar fólk er að reyna að selja manni eitthvað, maður er búin að neita kurteisislega en samt er haldið áfram. Lenti í einni rosalegri í kolaportinu áðan:/ "heyrðu vinan ertu búin að kaupa allar jólagjafirnar, þetta kostar bara 300 og þetta 500, fínt fyrir ömmuna, tilvalið fyrir pabban og litlabarnið" Ég hélt á tímabili að hún ætlaði að troða öllu á borðinu upp í nefið á mér, ég hljóp eins og fætur toguðu í burtu. Ekki góð sölukona sú!!

laugardagur, desember 13, 2003

jeijj

ég er barasta búin að laga tímaruglið sem var á síðunni, klár hún ég :)

Dory!!!

híhí, þetta er alveg satt, ég er svona bjartsýn, lofa!!

You are DORY!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla

miðvikudagur, desember 10, 2003

*hhhhvisss* *ffffúmmm*

Ég náði að plata Tomma sæta á svarta kaffi í hádeginu og við fengum okkur súpu í brauði *smjatt, smjatt* það var hreindýrasúpa. Svolítil kaldhæðni svona rétt fyrir jól, sá allavega ekkert rautt blikkandi nef í súpunni minni (rúdólf sko!). Plataði Tomma reyndar svolítið meira og sagði honum að ég þyrfti að vera mætt í tíma kl tvö (hélt það sjálf) og stakk af í flýti. Brunaði niðrí skóla og hljóp inn og reif upp hurðina á skólastofunni, svo það heyrðist svona *hhhhvissss* *ffffúmmm* og allir litu upp. Það tók mig nokkrar sek. að átta mig á því að ég átti allsekki að vera þarna, svo brosti ég bara og vinkaði og skellti hurðinni á eftir mér, skammaðist mín ekkert smá.*roðn* Hei, en ég græddi þó einn dag, á nebbla ekki að fara í tímann fyrr en á morgun:) Sorrí Tommi;)

þriðjudagur, desember 09, 2003

sorrí pabbi :)

Já, ég gleymdi víst einu. Hann pabbi varð sko hreint ekki ánægður með að ég væri að kalla hann háaldraðan:/ Svo ég skal bara segja ykkur eins og er!
Hann pabbi er algjört unglamb. Hann er fyrirtaks golfari og ynni mig í hvaða fjallgöngu sem er. Svona til leiðréttingar þá var það ég sem vældi um að fara niður, við værum örugglega enn á göngu ef pabbi hefði fengið að ráða;)
Og næst ef þú þarft að tjá þig eitthvað elsku pabbi minn, þá er svona commenta kerfi hér fyrir neðan og þú getur sleppt því að hringja í mömmu og KLAGA!! :b

*snökt*

Ég skrapp á París í dag með Stínu Gunnu, fengum okkur smá snæðing og einn kaffibolla. Þegar við sátum þarna í mestu makindum kemur til okkar maður, frekar aumkunarverður að sjá og illa lyktandi og biður okkur um að gefa sér sígarettu. Við litum á hann og segjum að hvorug okkar reyki (sem er satt!). Hann var eitthvað svo aumur og sorgmæddur að ég hreinlega óskaði þess í fyrsta skiptið á ævinni að eiga sígó, bara til að gefa honum!
Shjúff, það er ekkert smá mikið um útigangsfólk í miðbænum þessa dagana, þau voru alveg í hópum fyrir utan parís, svolgrandi í sig bjór og dettandi um hvern smástein sem á vegi þeirra varð. Þetta var sorglegt að sjá svona rétt fyrir jólin :(

mánudagur, desember 08, 2003

ligga-ligga-lá

Ég er að fara á MUSE-tónleika eftir tvo daga *smell í góm* Ég hlakka ekkert smá til, hef ekki farið á almennilega tónleika síðan garbage kom hér um árið:/ hlakk, hlakk, hlakk:) :) :)

sunnudagur, desember 07, 2003

jóla hvað?

Ég afrekaði það í dag að klífa hálfa Esjuna í leit að jólatré. Þetta var ekkert smá afrek þar sem ég var með aldraðan föður minn og þriggja ára gamlann son minn í eftirdragi. Við óðum straumharða læki og börðumst við ógrynnin öll af flæktum trjágróðri, en alltaf vonuðumst við til að finna betra tré AÐEINS OFAR! Þegar við vorum svo farin að vaða snjóskaflana ákváðum við að gefast upp, og enduðum því með litla hríslu sem auðvelt var að bera niður á jafnsléttuna aftur. Hefðum við ekki bara átt að taka það fyrsta sem bauðst?!!!!

laugardagur, desember 06, 2003

Það tókst!!!

Ég er hetja :)

föstudagur, desember 05, 2003

jæja

er að reyna að koma upp kommentakerfi hérna:b

úff

jæja, loksins búin með fyrrihluta geðveikinar í skólanum, ætla sko að taka mér frí í dag. Er nebbla búin að sofa í 3 tíma síðustu 3 sólahringa og er orðin nokkuð dofin í hausnum:/
En allavega heyrði alveg snilldar grín í dag og tók það soldið til mín þar sem ég er makka manneska (blóti hver sem vill) Ok hér kemur það, þið fattið það ef þið fattið það! just "slaufa z" hahahahaha............. ok ég þarf að leggja mig núna...........

mánudagur, desember 01, 2003

jiiiiii

Það er nú alveg ótrúlegt hvað sumir eru lengi að þroskast. Ég tel það t.d. vera þroskamerki að geta fyrirgefið, eða getað þá minnst haldið áfram með líf sitt. En að vera að jagast á einhverjum svo árum skiptir út af einhverju sem skiptir engu máli lengur, komon!
Og eitt enn ég viðurkenni, það alveg rétt að stelpur eru oft mun verri en strákar! shame on us;)