snjósund!
Það er aldeilis að það snjóar! Þurfti nefnilega að fara til læknis í gærmorgun, þarf sjálfsagt ekki að útskýra fyrir neinum hvernig veðrið var.
Afhverju í *bíb* hélt ég mig ekki bara heima undir sæng? Jújú ég lagði af stað í ansi skemmtilegan bíltúr :( Komst með miklu streði en þó heilu og höldnu til læknisins niðrí Domus (fór akandi úr Hraunbænum). Lagði bílnum mínum í einhvern skafl, sem ég vonaði að væri bílastæði, borgaði meiraðsegja í mæli sem stakk hausnum uppúr skaflinum. Var frekar snögg í tékkinu og hélt heim á leið, bíllinn var auðvitað fastur í skaflinum til að byrja með, en losnaði þó fljótt. Ferðin gekk bara með ágætum þartil ég ætlaði að komast UPP í Hraunbæinn aftur, það var ekki svo auðvelt. Hringsólaði í einhvern 1 1/2 tíma í leit að einhverri leið þar sem annaðhvort ÉG myndi ekki festa mig, eða þar sem enginn ANNAR sat fastur fyrir, en ekkert gekk :( Endaði því bíltúrinn á Select við vesturlandsveg og synti heim í gegnum mannhæðaháa skaflana. :( :(