jóla hvað?
Ég afrekaði það í dag að klífa hálfa Esjuna í leit að jólatré. Þetta var ekkert smá afrek þar sem ég var með aldraðan föður minn og þriggja ára gamlann son minn í eftirdragi. Við óðum straumharða læki og börðumst við ógrynnin öll af flæktum trjágróðri, en alltaf vonuðumst við til að finna betra tré AÐEINS OFAR! Þegar við vorum svo farin að vaða snjóskaflana ákváðum við að gefast upp, og enduðum því með litla hríslu sem auðvelt var að bera niður á jafnsléttuna aftur. Hefðum við ekki bara átt að taka það fyrsta sem bauðst?!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home