MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

þriðjudagur, desember 09, 2003

*snökt*

Ég skrapp á París í dag með Stínu Gunnu, fengum okkur smá snæðing og einn kaffibolla. Þegar við sátum þarna í mestu makindum kemur til okkar maður, frekar aumkunarverður að sjá og illa lyktandi og biður okkur um að gefa sér sígarettu. Við litum á hann og segjum að hvorug okkar reyki (sem er satt!). Hann var eitthvað svo aumur og sorgmæddur að ég hreinlega óskaði þess í fyrsta skiptið á ævinni að eiga sígó, bara til að gefa honum!
Shjúff, það er ekkert smá mikið um útigangsfólk í miðbænum þessa dagana, þau voru alveg í hópum fyrir utan parís, svolgrandi í sig bjór og dettandi um hvern smástein sem á vegi þeirra varð. Þetta var sorglegt að sjá svona rétt fyrir jólin :(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home