MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, desember 10, 2003

*hhhhvisss* *ffffúmmm*

Ég náði að plata Tomma sæta á svarta kaffi í hádeginu og við fengum okkur súpu í brauði *smjatt, smjatt* það var hreindýrasúpa. Svolítil kaldhæðni svona rétt fyrir jól, sá allavega ekkert rautt blikkandi nef í súpunni minni (rúdólf sko!). Plataði Tomma reyndar svolítið meira og sagði honum að ég þyrfti að vera mætt í tíma kl tvö (hélt það sjálf) og stakk af í flýti. Brunaði niðrí skóla og hljóp inn og reif upp hurðina á skólastofunni, svo það heyrðist svona *hhhhvissss* *ffffúmmm* og allir litu upp. Það tók mig nokkrar sek. að átta mig á því að ég átti allsekki að vera þarna, svo brosti ég bara og vinkaði og skellti hurðinni á eftir mér, skammaðist mín ekkert smá.*roðn* Hei, en ég græddi þó einn dag, á nebbla ekki að fara í tímann fyrr en á morgun:) Sorrí Tommi;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home