MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Hviss... bamm, búmm

Það er komið tilboð í Mjóuhlíðina og það gengur vonandi í gegn. Við þurfum þá reyndar að flytja út í byrjun janúar, en fáum vonandi að krassa í stofunni hjá ma og pa þar til Kambavaðið verður tilbúið :) Ég og Árni erum alveg gáttuð á því hvað þetta gerist allt hratt!
Ég og mandlan erum ljómandi hress, járnið er svoleiðis farið að kikka inn. Ég hugsa að ég hefði ekki haldið út síðust 3-4 daga ef ég tæki ekki töfravítamínið mitt ;) Ég var t.d. að vinna alla helgina og frá 8-22 í gær, var svo mætt í vinnu kl 8 aftur í morgun, en náði svo að skilaði "geðveikinni" af mér áðan, fjúff! Þetta var samt voða fínt verkefni :)
Svo á fimmtudaginn....

föstudagur, nóvember 24, 2006

Mjásimjás

Ég er grasekkja enn eina ferðina. "Erlendur" Árni er í Danmörku núna, nýkomin frá NY og fer út aftur á fimmtudaginn, en þá verð ég með í för :)
Ég fékk að vita á miðvikudaginn afhverju ég er búin að vera svona rosalega orkulaus og slöpp unanfarnar vikur. Mig vantar blóð! og slatta af því. Gaman að ljósan mín hafi setið á þessum upplýsingum í ca. 5 vikur án þess að láta mig vita. Ég finn strax mun núna, enda dagur tvö liðinn af járnkúrnum sem ég var sett á. Ég á reyndar eftir að kaupa mér ennþá sterkari töflur til að taka, svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég verð hress!!

Svo ætla ég að láta fylgja með myndir af Kambavaði íbúðin "okkar" er no. 0202, þið rennið bara músinni yfir myndina efst. Það er miðhæðin hægramegin, þessi við hliðina á endaíbúðinni.

Fyrstir koma, fyrstir fá!

Fallega fallega Mjóahlíð :) Ég á eftir að sakna þess mest að liggja uppí rúmi undir súðinni og hlusta á regndropana kitla þakið...
Mjóahlíð

fimmtudagur, nóvember 23, 2006


miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Svarasvara!

1. Miðnafn þitt?
2. Aldur?
3. Single or Taken?
4. Uppáhalds bíómynd?
5. Uppáhalds lag?
6. Uppáhalds hljómsveit?
7. Dirty or Clean?
8. Tattoo eða göt?
9. þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. myndirðu standa með mér ef ég myndi lenda í slagsmálum?
12. Myndirðu þaga yfir leyndarmáli ef að það myndi skipta máli?
13. Bestu minnigar þínar um okkur?
14. Myndirðu gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrítið um þig.
16. Myndir þú hugsa um mig ef að ég yrði veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefurðu heyrt kjaftasögu um mig?
19. Talarðu eða hefurðu talað illa um mig?
20. Fynnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Fynnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndirðu breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefurðu?
25. Kæmirðu í heimsókn af tilefnislausu bara til að chilla með mér ?
26. Myndirðu koma á stefnumót ef að ég myndi bjóða þér ?
27. Ef að ég ætti einn dag eftir ólifaðann hvað myndum við gera?
28. Ætlarðu að setja þetta á þína síðu svo að ég geti fyllt þetta út?

mánudagur, nóvember 20, 2006

Sveitahey

Jább, nú eru ca. 95% líkur á að við flytjum í Norðlingaholtið :)
Við erum búin að ræða þetta við Hörð og hann tók svona sæmilega í þetta, lifnaði reyndar allur við þegar við sögðum honum að þetta væri svolítið nálægt Víkurási þar sem hann hefur búið lengst af... En ég fékk samt svolítið illt í hjartað þegar ég sá svipinn á honum þegar hann vissi að hann þyrfti að fara í nýjan skóla. Agalegar þessar hormónasveiflur!
Nú er bara að bruna um bæinn og velja inn fínar innréttingar, flísar og parket. Það er algjör lúxus að fá að ráða smá hvernig þetta á allt eftir að líta út. Árni heldur að það verði ekkert tilbúið fyrr en í mars, en ég held í vonina um að febrúar verði mánuðurinn.
Jæja, best að fara að gera eitthvað...

föstudagur, nóvember 17, 2006

Sufjan Stevens og fl.

Ég var að koma heim af tónleikum með Sufjan Stevens. Þetta voru alveg frábærir tónleikar, það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari stemmningu sem myndaðist í þrengslunum í Fríkirkjunni, yndislegt bara :)

Svo erum við skötuhjúin búin að gera tilboð í fallega íbúð í Norðlingaholtinu. Ég læt vita um leið og eitthvað kemur út úr því.
Það verður sennilega sama stemmning hjá mér og á síðustu meðgöngu, Hlín með bumbuna út í loftið sitjandi á stól og skipandi öðrum fyrir hvert allt eigi að fara ;)
Ef allt gengur að óskum ættum við að fá afhent í byrjun feb.

Piparkökubakstur á Stokkseyri í fyrramálið, svo vinna á sunnudag og íbúðaþrif á mánudag eftir vinnu. Afslappelsið verður að bíða betri tíma. En ég er yfirleitt svakalega dugleg að setja tærnar uppí loft þegar ég kem heim eftir langan vinnudag!

Svo er Mjóahlíðin að fara á sölu, ef ykkur vantar 3 herbergja bjútífúl risíbúð í Hlíðunum þá er um að gera að hafa samband og fá að skoða.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Datt í poppið...

...og át næstum heilann stjörnuostapopppoka áðan :) Mmmmm... gott popp! Enda er fyrsta kíló meðgöngunnar búið að tryggja sér stað á undirhökunni og rassinum.
Næstu helgi er áætlað að skella sér á Stokkseyri og baka nokkrar piparkökur. Það er ekki nema 41 dagur til jóla, það verður fljótt að líða.
Jæja ég ætla að fara inn í rúm og knúsa annað uppáhaldið :)

Ég mæli með því að þið kíkið á gullkornin á síðunni hans Harðar , hann er alveg kostulegur þessa dagana :)

laugardagur, nóvember 11, 2006

Fríhelgi

Þetta er fyrsta helgin í langan langan tíma sem ég þarf ekki nauðsynlega að fara í vinnuna og klára eitthvað. Ég gæti alveg unnið alla helgina, en ég ákvað að gera það ekki. Ég er svo löt núna að það er hálf vandræðalegt. Gólfið er farið að öskra á ryksuguna og skúrikústinn, en ég sit hérna í náttfötunum og blogga! Árni dugnaðarforkur er að hjálpa vini sínum að flytja og ég og Hörður erum bara að væflast hér heima.
Það er reyndar ákveðið að skreppa um helgina og fá sér stuttan göngutúr um Norðlingaholtið til að skanna svæðið betur, við þurfum líka að setjast niður og gera grófa fjárhagsáætlun, hversu dýru húsi/íbúð við höfum efni á. Fæðingaorlofið er ekki að borga marga yfirvinnutíma...
Annars líður mér bara vel, ég fer stækkandi með hverjum deginum, en frú bóla hefur verið að pirra mig svolítið. Ég veit ekki hver bauð henni í heimsókn, því ég var búin að úthýsa henni fyrir löngu!
Svo styttist óðum í Köbenferðina góðu, ég ætla nú ekki að missa mig eins mikið núna í búðarrápi eins og ég gerði síðast, heldur reyna að njóta þess að vera í fríi :)
Nú er ég bara farin að blaðra um ekki neitt, því ég nenni ekki að standa upp frá tölvunni. En ég ætla að linka á eina svaka sneddí síðu sem ég rakst á í Fréttablaðinu í dag. Töff veggskraut ...

föstudagur, nóvember 10, 2006

Fasteignablogg?

Með þessu áframhaldi verð ég að breita þessu bloggi í fasteignablogg.blogspot.com!
En nú er öldin allt önnur en fyrir nokkrum dögum skal ég segja ykkur. Það stefnir allt í þá átt að við flytjumst bara í sveitina!! Já, Norðlingaholtið hefur aðeins verið að kitla okkur undanfarið og við erum búin að spotta út eina rosa fína íbúð þar, lengst, lengst upp í sveit.
Verð að rjúka, strákarnir eru komnir að sækja mig....

Áframhald fljótlega!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Bilað blogg?

Sjáið þið bloggið mitt? Ég sé ekki neitt, prófi próf....

laugardagur, nóvember 04, 2006

Allt og ekkert

Ég á svo góðan mann!! Hann er búin að vera útí NY í rúma viku núna og ég get ekki beðið eftir að fá hann heim :)
Það er nú lítið að gerast hérna þessa dagana annað en, vinna, borða, vinna og sofa. Þessi helv#$%(&... prófkjör eru alveg að gera útaf við mig, ekkert nema vesen. Finnst ykkur ekki skemmtilegt að fá þetta pappírsflóð inn um lúguna! Það er alveg bannað að henda, það er mikil vinna á bakvið þetta ;)
Svo er að koma svoddan jólafílingur í mig, við erum að hugsa um að bjóða foreldrum mínum og foreldrum Árna í mat á aðfangadag. En við erum ekki alveg komin með á hreint hvað við eigum að elda. Mig langar helst í gott læri, en Árna finnst það ekki nógu jóló, ég vil helst ekki hamborgarahrygg því hann er saltur og reyktur og það er ekki góð blanda fyrir óléttar "stelpur". Kannski höfum við bara bæði, hver veit. En það er nægur tími enn til að ákveða þetta!
Það er spáð hundleiðinlegu veðri í kvöld og nótt, það er nú samt ósköp notarlegt að heyra í vindinum og rigningunni dynja á risinu. Ég sef alltaf svo vel í svona veðri.
Best að hætta þessu bulli og fara að þrífa baðherbergið, það veitir ekki af þegar það er lítil pissudúkka á heimilinu sem hittir ekki alltaf í klósettið ;)
Hafið það gott!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

blogga seint en blogga þó

Bloggið ætlar að byrja eitthvað hægt hjá mér :)
En það er nóg um að vera hérna í Hlíðunum.
Eins og sjá má á fyrri bloggum er hreiðurgerðin á fullu, enda lítið ljós á leiðinni í fjölskylduna í byrjun maí. Því þarf að huga að fara að stækka við sig, svo nenni ég eignlega ekki niður fjórar hæðir í þvottahúsið, með barnið í annari og þvottinn í hinni! Þetta er bara svo assgoti dýrt! Við erum búin að sjá núna eina rosa fallega íbúð hér í Hlíðunum en það verður harka í peningamálum næstu árin ef við ákveðum að kaupa hana. Mosó verður að bíða betri tíma, Hörður er að aðlagast vel hérna og ég held að fluttningur, nýtt systkini og 3. skólinn á þremur árum verði of mikið fyrir hann. Við látum systkinið og fluttning duga :)

Svo erum ég og Sabbalína að byrja að skipulegga reunion fyrir '80 árganginn. Það verður samt örugglega ekki haldið fyrr en um svipað leiti að ári. En það er gott að vera vel undirbúin! Ef það er einhver sem les þetta bull í mér og hefur áhuga á að hjálpa til, þá er hann/hún endilega beðin/n um að láta í sér heyra.

Svo er það Danmörk, eftir rétt rúmlega 28 daga!! Ahhh, yndislegt að komast í alvöru jólastemmningu í Köben, rölta um Tívolíið og strikið, borða góðan mat og SOFA. Mamma og pabbi ætla að skella sér með og ég held að þau hafi bara gott af því.

Ég verð að geyma eitthvað smotterí í næsta blogg, hej.