Vetur og snjór
Ég verð eiginlega að viðurkenna það að ég er farin að hlakka til vetrarins. Ég vona að þetta verði alvöru vetur, með fullt af snjó og litlu slabbi :) Sjáum til hvort þetta breytist eitthvað þegar nær dregur.
Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!
Ég verð eiginlega að viðurkenna það að ég er farin að hlakka til vetrarins. Ég vona að þetta verði alvöru vetur, með fullt af snjó og litlu slabbi :) Sjáum til hvort þetta breytist eitthvað þegar nær dregur.
Það eru rúm 8 ár síðan ég byrjaði að drekka kaffi. Ég man að á þeim tíma átti ég kærasta sem var mikill kaffidrykkjumaður, og honum fannst alveg ómögulegt að ég skyldi ekki drekka þennan eðal drykk. Hann stakk uppá því að ég myndi smakka swiss mokka, sem er einskonar kakó með kaffi og rjóma. Það vandist vel en ég var ekki alveg á því að ég myndi nokkurn tímann hætta mér í alvöruna.
Oj ég er orðin svo ryðguð við þetta blogg. Annars skruppum ég og Hörður uppí Mosó til mömmu og pabba í gær, átum KFC og létum dekra svolítið við okkur.
Hvar tek ég á móti verðlaununum?!