MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, júní 30, 2004

Þórsmörk sjibbí.....

Jæja, ég og Hörður ætlum að skella okkur í Þórsmörk um helgina með Lóu, Bjarna og Halldóri :) Þetta verður vonandi svaka stuð, fyrsta tjaldútilegan hans Harðar og svona. En ég er bara svo óvön útilegumanneskja :o/ Ég veit ekkert hvað ég á að taka mikinn mat og föt og.......... Æi, eins gott að ég fer með svona vönu ferðaliði, ég skammaðist mín hálfpartinn þegar Lóa var að spyrja mig útúr um hversu rík ég væri af svona tjaldgræjum. Ég á ekki tjald, svefnpoka né dýnu, en ég á regngalla :D Svo verður bara grillað og sungið..... Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María.... o.s.frv...... :)

Yes! pleas...... :)

Mér finnst ég eiga skilið klippingu og nýja háhælaða gelluskó núna!! Já og kannski einn bol líka.
Þetta er eiginlega alveg möst, ég á enga djammskó (gömlu létu lífið þar-síðustu helgi RIP), hárið á mér er viðbjóður og uppáhalds gellubolurinn minn kom stórskaðaður úr þvotti í gær og fór beinustu leið í ruslafötuna. Þannig að, ef þú átt c.a. 25 þúsund kall sem þú hefur engin not fyrir, þá get ég alveg losað þig við hann á not time :)

sunnudagur, júní 27, 2004

róleg helgi.....

Bullibull, ég hef svosem ekkert merkilegt að segja..... lame kosningar og engin stemning :(
Mig langar rosalega á Peaches tónleikana í Klink og Bank á þriðjudaginn!! Langar einhverjum að koma með??? Á nefnilega svo mikið af ómenningarlegum vinum sem finnst ég oft furðuleg þegar ég reyni að draga þá á svona uppákomur :Þ

föstudagur, júní 25, 2004


Fallegastur!

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net


hmm... ég ógeðslega mygluð og þreytt, nýkomin heim úr vinnunni!!

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

miðvikudagur, júní 23, 2004

Wo ho te sen?

Þetta var rosa næs dagur, fór með krakkana "mína" í fjölmenningarfræðslu niðrí alþjóðahús í dag og var því bara að vinna til hádegis :) Þetta var rosa fjör og alveg ótrúlega áhugavert, vildi að það hefði verið eitthvað svona þegar ég var í unglingavinnunni í denn! Annars hef ég bara voða lítið að segja........ svo ég segi bara Dileo....... ;)
Jú reyndar, var eitthvað að spá í dag. Hvernig ætli sé að fara í háskóla í Afríku?? Þá gæti maður t.d. sagt: "Já ég er úrskrifuð úr Bohaba háskólanum í Ghana"!?!?!!

þriðjudagur, júní 22, 2004


hördur sæti

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net


eyvindur seleb ;) hann er lika vinnufélagi!

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

Hetjan ég........

......var að fá svona myndavélasíma :) Svo nú get ég sent myndirnar mínar hér inn.
Þær eru samt svolítið litlar :o/ Ætli það sé hægt að breyta því???


Omar adstodarmadur

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net


prufa

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

mánudagur, júní 21, 2004

hiti og sviti

Vá hvað það var heitt í dag, ég lít út eins og jólaepli í framan núna :S Búin að vera að púla í allan dag að reyna að hafa hemil á þessu hormónapakki, guð hvað ég hata kiss fm *gubb*, já og píkuskræki!!!
En mikið er nú ánægjulegt að vera loksins að vinna úti ;)

föstudagur, júní 18, 2004

sumarfrí

Hef ákveðið að skella mér í smá bloggfrí, hef barasta ekki tíma í þetta....... Alltof mikið að gerast. Tíbískt að ég fái svo bloggandann yfir mig á morgun, hver veit :Þ

laugardagur, júní 12, 2004

Nú er ég hlessa, Er ég virkilega orðin svona gömul? :o/

Hitti gríslingahópinn minn í fyrsta skipti í gær, þetta eru allt krakkar sem voru að klára 8. bekk og eru því að vinna í fyrsta skipti í unglingavinnunni. Ég og Ómar (sérlegur aðstoðarmaður minn) lásum krökkunum smá pistil svona í byrjun sumarsins, töluðum um reglur og óreglur, verkefni sumarsins o.s.frv....
Það sem sló mig mest var að krakkarnir virtust oft á tíðum ekki skilja mig! Þau þekktu ekki sum orð eins og "umbun" fyrir vel unnin störf og orðtök eins og "að standa plikt sína", "að stikla á stóru" og "að taka einhvern á beinið". Auðvitað á þetta ekki við um alla krakkana, mér brá bara pínu :Þ Þau voru samt voða dugleg að spyrja og láta vita ef eitthvað var sem þau skildu ekki.

Annars er ég bara búin að vera á þessu blessaða leiðbeinendanámskeiði, já og bauð Gretti í mat á fimmtudaginn. Ætla svo að vera róleg um helgina, knúsa Hörð svolítið og slappa af :)
Best að halda áfram að horfa á Great balls of fire............. snilldar tónlist í þessari mynd (svo er Dennis Quaid líka svo sætur) ;)

mánudagur, júní 07, 2004

Hlín á hrífunni, day one

Jæja þá er ég loksins byrjuð að vinna. Þessi vika er reyndar svona námskeiðs vika, þannig að ég er ekki búin að hitta krakkana ennþá.
Ég byrja sem leiðbeinandi yfir hóp sem verður að vinna við Rimaskóla. Svo er ég með svaka sætan aðstoðarmann (aðstoðarleiðbeinanda), algjört súkkulaði, ekki slæmt það hmmm..... :Þ Hann átti reyndar speki dagsins þegar við vorum að ræða um hvernig við ættum að halda uppi aga og góðu andrúmslofti í hópnum. "sko! Ég segi bara við þau, ef þið eruð kúl við mig þá er ég kúl við ykkur, skilurðu" Hahahahaha........ :o/ Þetta leggst samt allt voða vel í mig, er búin að panta sól og svona!!!

Já og svo var helgin alveg frábær, sérstaklega laugardagurinn.
Ég fór í útskriftarveislu til Guddeddu, við skelltum okkur svo í strætó niðrí bæ. Thelma fór með nokkrar vel valdar klámvísur fyrir farþegana og tók svo einhvern strætó Jóa í sálfræði þerapíu. Thelma hefur nefnilega lent í öllu! og ef hún hefur ekki lent í því, geturðu garanterað að einhver vinkona hennar hefur lent í því "ég skal sko segja þér það og hana nú" hihi ;)
Hittum svo "manninn á bak við skjáauglýsingarnar á RÚV" á 22. Hann var ágætur greyið, bauð okkur í glas og svona. Svo gerðist svolítið svaka spennó, en það er leyndó ;)

sunnudagur, júní 06, 2004

Vííííí......

Ég verð nú bara að segja að þetta var eitt besta og eftirmynnilegasta djamm sem ég hef farið á í langan tíma *brosi brosi* segi frá því á morgun :D Natte natt ;)

föstudagur, júní 04, 2004

Ahhh, yndislegt veður í dag *svitn* ég er ekki frá því að ég hafi nælt mér í smá lit ;) Vantar bara að skella upp smá skjólvegg hér og þá er þetta fullkomið! Ég var komin í svo rosalegan sólstrandafíling áðan að ég gleymdi mér næstum....
Jæja, er farin í sund. Adiós :)

fimmtudagur, júní 03, 2004

abracadabra

I heat up, I can't cool down
You got me spinnin
Round and round
Round and round and round it goes
Where it stops nobody knows

Every time you call my name
I heat up like a burnin flame
Burnin flame full of desire
Kiss me baby, let the fire get higher

Abra-abra-cadabra
I wanna to reach out and grab ya
Abra-abra-cadabra
Abracadabra

trallalallalallalla.......... kann ekki meira

Vá ég er með þetta lag á heilanum!!
Ég var rétt í þessu að klára að mála hillurnar mínar :) Er í þessum skrifuðu orðum að bíða eftir að þær þorni, ætla svo að skella mér í IKEA á eftir og kaupa ramma undir nokkrar ljósmyndir sem ég tók í vetur. Ég er viss um að þær fara vel í stofunni, eða kannski bara á klósettinu?!?! Hengdi Mr.Warbucks í Annie ekki myndina af Monu Lisu inn á klósett annars :Þ Anyways.....

Púúúú.......

Sko, ég kvartaði einhvern tíman hér um daginn yfir því að það hlyti að vera að ég festist ekki á filmu. Það var alltaf verið að smella af mér mynd, en myndirnar birtust aldrei neinstaðar.
I was, wrong, so wrong!!!! Nú um helgina birtist enn ein myndin af mér :o/
Tók einhver þarna úti mig svona á orðinu? og ætli hann/hún sé nú að beita öllum sínum kröftum í að afsanna þessa kenningu mína, ég bara spyr?

miðvikudagur, júní 02, 2004

Alltaf verð ég að geta allt!

Nappaði Adda frænda og pabba á leiðinni á haugana í fyrradag. Héldu að þeir kæmust upp með að henda þessum "fínu" eldhússtólum *piff* Nei, maður hendir sko ekki fjörtíu ára gömlum útslitnum stólum, hverslags hneisa. Þetta er sko íslensk hönnun frá stál húsgögnum!!
Pabbi horfði á mig tortryggnum augum og var ekki alveg að tengja þegar ég hljóp öskrandi á eftir bílnum, "hva" sagði hann "heldurðu svo að ég ætli að geyma þá inní bílskúr fyrir þig næstu 10 árin, hmmm...." Þrjóskupúkinn ég stórefldist náttúrulega við þessi orð, svo ég sagði "nei ég kippi þeim bara með mér núna!" Ég brunaði auðvitað beint í rúmfatalagerinn að kaupa áklæði á þessa blessuðu stóla, "ég skal sko sýna kallinum í eitt skipti fyrir öll að ég get þetta alveg" hugsaði ég.
Þegar ég kom heim settist ég svo út á stétt og fór að taka gamla eða réttara sagt gömlu áklæðin af, því augljóslega hafði einhver fengi þessa sömu snilldar hugmynd einhverjum árum fyrr.
Þegar ég var svo ca. hálfnuð með setuna á öðrum stólnum fóru að renna á mig tvær grímur. Ég var örugglega búin að rífa einhver 300 heftir úr stólnum og var rétt að byrja :/ En þrjóskan hafði yfirhöndina í þetta sinn, því einhverjum 4 tímum og tveimur kaffibollum síðar var ég loksins búin að strípa stólana.
Seinna um daginn komst ég svo að því, að það er ekki auðveldur leikur að fá lánaða heftibyssu, það á enginn heftibyssu. Ég hringdi í alla sem mér datt í hug, bankaði meira að segja á allar hurðir í blokkinni og spurði eftir græjunni, en ekkert gekk :(
Svo ef þú átt heftibyssu og langar að lána mér hana eina kvöldstund eða svo, þá máttu endilega hafa samband. Þú færð koss að launum, annars er alltaf hægt að semja ;)