MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, júní 30, 2004

Þórsmörk sjibbí.....

Jæja, ég og Hörður ætlum að skella okkur í Þórsmörk um helgina með Lóu, Bjarna og Halldóri :) Þetta verður vonandi svaka stuð, fyrsta tjaldútilegan hans Harðar og svona. En ég er bara svo óvön útilegumanneskja :o/ Ég veit ekkert hvað ég á að taka mikinn mat og föt og.......... Æi, eins gott að ég fer með svona vönu ferðaliði, ég skammaðist mín hálfpartinn þegar Lóa var að spyrja mig útúr um hversu rík ég væri af svona tjaldgræjum. Ég á ekki tjald, svefnpoka né dýnu, en ég á regngalla :D Svo verður bara grillað og sungið..... Ennþá geymist það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni, María, María.... o.s.frv...... :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home