MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, júní 07, 2004

Hlín á hrífunni, day one

Jæja þá er ég loksins byrjuð að vinna. Þessi vika er reyndar svona námskeiðs vika, þannig að ég er ekki búin að hitta krakkana ennþá.
Ég byrja sem leiðbeinandi yfir hóp sem verður að vinna við Rimaskóla. Svo er ég með svaka sætan aðstoðarmann (aðstoðarleiðbeinanda), algjört súkkulaði, ekki slæmt það hmmm..... :Þ Hann átti reyndar speki dagsins þegar við vorum að ræða um hvernig við ættum að halda uppi aga og góðu andrúmslofti í hópnum. "sko! Ég segi bara við þau, ef þið eruð kúl við mig þá er ég kúl við ykkur, skilurðu" Hahahahaha........ :o/ Þetta leggst samt allt voða vel í mig, er búin að panta sól og svona!!!

Já og svo var helgin alveg frábær, sérstaklega laugardagurinn.
Ég fór í útskriftarveislu til Guddeddu, við skelltum okkur svo í strætó niðrí bæ. Thelma fór með nokkrar vel valdar klámvísur fyrir farþegana og tók svo einhvern strætó Jóa í sálfræði þerapíu. Thelma hefur nefnilega lent í öllu! og ef hún hefur ekki lent í því, geturðu garanterað að einhver vinkona hennar hefur lent í því "ég skal sko segja þér það og hana nú" hihi ;)
Hittum svo "manninn á bak við skjáauglýsingarnar á RÚV" á 22. Hann var ágætur greyið, bauð okkur í glas og svona. Svo gerðist svolítið svaka spennó, en það er leyndó ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home