MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

laugardagur, júní 12, 2004

Nú er ég hlessa, Er ég virkilega orðin svona gömul? :o/

Hitti gríslingahópinn minn í fyrsta skipti í gær, þetta eru allt krakkar sem voru að klára 8. bekk og eru því að vinna í fyrsta skipti í unglingavinnunni. Ég og Ómar (sérlegur aðstoðarmaður minn) lásum krökkunum smá pistil svona í byrjun sumarsins, töluðum um reglur og óreglur, verkefni sumarsins o.s.frv....
Það sem sló mig mest var að krakkarnir virtust oft á tíðum ekki skilja mig! Þau þekktu ekki sum orð eins og "umbun" fyrir vel unnin störf og orðtök eins og "að standa plikt sína", "að stikla á stóru" og "að taka einhvern á beinið". Auðvitað á þetta ekki við um alla krakkana, mér brá bara pínu :Þ Þau voru samt voða dugleg að spyrja og láta vita ef eitthvað var sem þau skildu ekki.

Annars er ég bara búin að vera á þessu blessaða leiðbeinendanámskeiði, já og bauð Gretti í mat á fimmtudaginn. Ætla svo að vera róleg um helgina, knúsa Hörð svolítið og slappa af :)
Best að halda áfram að horfa á Great balls of fire............. snilldar tónlist í þessari mynd (svo er Dennis Quaid líka svo sætur) ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home