MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

þriðjudagur, desember 26, 2006



Ég á reyndar von á mér 5. maí, en þetta er ansi nálægt!

sunnudagur, desember 24, 2006

Jóólin, jóólin...

Gleðilega jól :)
Við hérna í Mjóuhlíðinni tókum slurk í gær og kláruðum að þrífa og skelltum jólatrénu upp og skreyttum. Við erum með risatré þetta árið, það tekur ca. hálfa stofuna og verður að vera þar sem lofthæðin er mest :Þ Við eigum ekki einu sinni nóg skraut á það, þannig að hliðin sem vísar út í stofu er bara skreytt.

Gaman að segja frá því að við eigum alveg haug af skemmtilegu skrauti, ég held að allt skrautið eigi sér sögu. Það er margt voða korný, en okkur þykir vænt um það.
Sem dæmi má nefna upplitaðan pappajólasvein sem afi heitinn gaf mér, plastskreytingu sem myndi sóma sér vel á asískum veitingastað innanum myndir af kóngafólki og keisurum og svo má ekki gleyma plastMaríu, plastJósep og plastJesúbarninu í plastjötunni sem Árni fékk eftir langömmu sína :) Jólatréð er líka skreytt svona minningum.
Jæja best að hætta þessu blaðri og halda áfram að horfa á Nemó og borða nammi með erfingjanum.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Smá fréttir

20 vikna sónarinn loksins búin og allt leit svaka vel út :) Krílið er væntanlegt í heiminn þann 05.05.07 samkvæmt síðustu mælingum. En miðað við fyrri fæðingu myndi ég skjóta á einvern dag á milli 5-19. maí ;) Við fengum kynið skrifað á miða og ætlum að opna á aðfangadag.
Litli rassinn kúrði sig bara á grúfu og notaði fylgjunna sem kodda og var ekkert á því að hreyfa sig til að hægt væri að ná mynd af fallega vangasvipnum. En það náðist ein ágætis mynd þegar búið var að pota svolítið hraustlega og hrista.

Ég skrapp líka í heimsókn til Sabbalínu í gærkveldi og át þar á mig gat af jólasmákökum! Það er allt orðið svaka fínt og jóló hjá henni :) Takk fyrir mig Svava mín!! Sörurnar þínar eru algjört sælgæti.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Hæ hó

Það er nóg búið að vera að gera síðan við komum heim frá DK.
Kannski gaman að byrja segja frá því að við lentum í ansi "skemmtilegri" töf á leiðinni út. Við fengum að hýrast í 9 klukkutíma úti á velli. Því einhver svaka töffari á hleðslubíl keyrði á flugvélina sem við áttum að fara með og gerði gat á hana. En allt er gott sem endar vel!

Við skötuhjúin erum búin að standa á haus undanfarna daga við það að velja inn í nýju íbúðina. Eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu, flísar og parket.... Ég fékk það staðfest svart á hvítu að ég hef einstaklega dýran smekk! Allt sem mér fannst flott, kostaði yfirleitt hvítuna úr augunum :/ Þannig að flest sem valið var inn, var mitt "annað val" En ég er mjög, mjög sátt samt sem áður, það verður spennadi að sjá hvernig þetta á allt eftir að líta út þegar þetta er komið inn.
Talandi um þennan dýra, en góða smekk ;) Þá vorum við svolítið farin að hlæja að þessu. Ég sá t.d. flísar inní Agli Árna sem ég gat vel hugsað mér á milli skápa í eldhúsinnréttingunni. Og hnippti náttúrulega í Árna til að sýna honum. Þá kom í ljós að þetta voru dýrustu flísarnar í búðinni, 30.000 kall fermeterinn!! Obbosí...

Nú fer líka að líða að fluttningum, það tekur því varla að setja upp jólaskrautið því við skilum af okkur Mjóuhlíðinni þann 6. jan. Við flytum fyrst uppí Mosó og svo verður íbúðin okkar vonandi alveg reddí í byrjun mars. Kannski fyrr, kannski seinna. Vonandi samt ekki mikið seinna því það væri leiðinlegt að ná ekki að flytja inn áður en nýji fjölskyldumeðlimurinn kemur í heiminn.

Svo í lokin get ég líka sagt frá því að ég er byrjuð á fullu í meðgöngusundi, sem er algjört æði :) Svo skellti ég mér líka í Jóga, fór í fyrsta tímann í gær og það var líka svaka gaman.