MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, nóvember 29, 2004

Dauði og djöfull (afsakið orðbragðið)

Haldið þið ekki að stelpudjammið hafi breyst í bíóferð :( hrmpf... Svava nú verður þú bara að redda þessu þegar þú kemur heim, við erum hálf sorglegar án þín.
Það var svosem alveg nóg að gera hjá mér, hefði eiginlega ekki mátt við því að vera þunn á sunnudeginum. Ekki það að ég hafi verið eitthvað úber dugleg þessa helgi. Heimilisstörfin fengu að sitja á hakanum og það kemur auðvitað í bakið á mér núna á þessum indæla mánudegi. Í staðin fyrir sjónvarpsletigláp, er ég á fullu að þvo og taka til, gaman gaman :P
Ég varði líka mestum tíma hjá honum Árna besta um helgina, kom voða lítið heim. Þannig að þetta var vel þess virði :)

mánudagur, nóvember 22, 2004

ohhhh...

Má ekki segja!! Var að fá snilldar hugmynd áðan...

Annars bara allt fínt að frétta :) Heimkoma Svabbalínu alltaf að nálgast, stelpudjamm næstu helgi (bara smá upphitun Svava!) og nóg að gera í skólanum.
Ætlaði örugglega að segja fullt fleira, en man það bara ekki núna.
Þangað til næst....

miðvikudagur, nóvember 17, 2004


Svona er tad tá hjá köllunum i kassagerdinni! ;)

Myndina sendi ég
Knúið af Hexia.net

föstudagur, nóvember 12, 2004

Nú verður allt brjálað!!

Ég mæli með að allir sem hafa tök á, fletti á bls. 2 í mogganum í dag og lesi greinina um deildarforseta Listaháskólans. Nota bene, engin í skólanum, hvorki kennarar né nemendur vissu af þessu fyrr en þeir sáu þetta í blaðinu!!!! Úff, ég á eftir að melta þetta....

æi ok....

... þetta var bara smá grín Árni minn :* og :*

:*

Árni ýttu hér!!!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

c'est moi


Þetta er hluti af vefsíðu sem ég var einu sinni með. Hún var á skólasvæðinu mínu og var hluti af portfoliuverkefni sem ég gerði. Svo var henni eytt, bara hvarf, hooorrfffin (segist með mjög ýktum andlitshreyfingum!!) :(
Ég fann samt áðan möppu með öllu draslinu sem var á henni. Ég skelli þessu kannski saman í dreamweaver einhvern daginn. Það væri ágætt að hafa einhvern stað til að safna þessu saman á. Það er nefnilega alveg ógrynni af dóti sem ég hef gert í gegnum tíðina, flest er því miður einhverstaðar vel falið ofaní kössum inn í geymslu. Svona er þetta...

Sparaðu hvítlaukinn Hallgrímur minn...

Gleði gleði :) eða svona næstum því.
Ég var að fara í gegnum heilann bunka af gömlum Æsku og ABC blöðum frá ca.'86-'94. Það er voða gaman að skoða þetta og ég bara verð að láta fylgja með smá brot úr æskuvanda, hver man ekki eftir honum ;)

Kæra Nanna Kolbrún!
Ég er með fjögur vandamál.
1. Ég er hrifin af strák. Ég kalla hann E, En núna er ég hrifin af Þ og svolítið hrifin af E. Ég var dálítið hrifin af frænda E. Ég kalla hann Ó. Ég byrjaði að vera með honum. Svo hættum við saman en byrjuðum að vera saman aftur aðeins seinna. Við hættum svo að vera saman og tala saman í nokkrar vikur. Nú erum við á ný orðnir vinir.
Nú byrjar vandamálið. Þegar ég er nálægt Þ þá verð ég óstyrk. Mig langar að biðja hann um að vera með mér en þori það ekki. Geturðu hjálpað mér?

Svo koma vandamálin hver á eftir öðru... blablabla.... og auðvitað klassískur endir
Ég þakka fyrir góðan þátt. Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu að ég sé gömul?

Hahaha... þetta er nú svolítið fyndið. Vá hvað mér fannst margt svona algjörlega óyfirstíganlegt á þessum árum. Þá var nú gott að hafa æskuvanda til að glugga í :)

Svo er margt annað skemmtilegt til að rifja upp eins og pennavinir, aðdáendaklúbbarnir, poppþátturinn, plaggötin, gáturnar og viðtölin. Ég get endalaust haldið áfram. Ætli ég komi ekki með fleiri gullkorn á næstunni.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Sunnudagur til..... leti

Áiáiáiáiiii..... held ég hafi tekið aðeins of vel á því í ræktinni í gær :S Ég er búin að liggja eins og skata í allan dag og ekki getað hreyft legg né lið. Kíkti reyndar í klukkutíma í morgun og brenndi aðeins, en ái ái ái...
Í dag ætlaði ég: að læra, taka til, brjóta sama þvott og elda góðan mat.
Í dag er ég búin: að sofa, hanga í tölvunni, borða nammi, prenta út ca. 50 plaggöt og hanga meira í tölvunni.
Ég þoli ekki svona letidaga, þeir eru fínir þegar maður hefur ekkert að gera. En þegar maður hangir bara og pirrast yfir því að nenna ekki að hreyfa rassgatið, eru þeir ömurlegir.
Gleði blogg á morgun...... eða hinn.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Það ætti nú alveg að banna mig stundum.

Er búin að vera ótrúlega seinheppin í dag. Byrjaði daginn í Laugum og tók létta brennslu, strunsaði framhjá Adda og Árna án Þess að taka eftir þeim. Uppgötvaði svo þegar ég kom út í bíl eftir púlið að ég hafði gleymt tölvunni heima. Brunaði heim og sótti hana, ákvað svo að slá þessu upp í kæruleysi (enda orðin hálftíma of sein) og stoppa í búð og kaupa mér að borða. Ég rölti inn og náði mér í skyr og nokkrar mandarínu, það reyndist mér ekki svo auðvelt. Helda að ég hafi misst ca. 5 mandarínur á gólfið þegar ég var að reyna að koma þeim ofaní pokann. Svo þegar það loksins hafðist, rifnaði haldið á pokanum, hann datt í gólfið og allt út um allt aftur. Hugsa að ég hafi bjargað deginum hjá nokkrum viðskiptavinum 10/11 í morgunn.
Þori varla að standa upp úr stólnum núna, er viss um að ég á eftir að hrasa og detta.

Annars var ég að spekúlera í morgunn þegar ég var á hlaupabrettinu. Hvenær ætli maður venjist þessu og hætti að líða eins og drukkinni hænu eftir smá rölt eða skokk? Ég þarf alltaf að styðja mig við brettið í smá stund þegar ég er hætt til að ná áttum, frekar óþægilegt. Þess vegna vel ég mér oftast eitthvað annað til að svitna á, en þetta hlýtur að venjast.......

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

geisp....

Ég er svo þreytt og það er svo mikið að gera hjá mér, ég gjörsamlega snýst í hringi.
Ég vildi óska þess að ég gæti bara skotist á æfingu, farið heim, eldað, borðað og svo beint upp í rúm að sofa. Reyni eftir bestu getu að söngla í huganum, þetta verður búið á föstudaginn, búið á föstudaginn, þá geturðu hvílt þig, þá...... o.s.frv.
Er reyndar búin að ákveða að taka annað kvöld í afslöppun, kíki kannski í rólegheitum á ritgerðina sem ég á að skila á föst. En það verður þá bara yfir sjónvarpinu! Svo er Árni líka að fara til útlanda, þannig að ég verð að hafa smá tíma til að knúsa hann :)

Best að halda áfram.......

mánudagur, nóvember 01, 2004

Daginn.... :)

Jamm og jæja, þá er Stína fína komin með blogg :)Ég skellti inn link hér til hliðar.
Var ofboðslega dugleg í morgun, skellti mér nefnilega á æfingu kl 7 og mætti svo galvösk í skólann kl 9, fyrst af öllum takk fyrir :) Ég kemst því miður ekki svona snemma í ræktina á hverjum degi, en gæti sjálfsagt verið mætt korter í átta og tekið smá brennslu til níu. Þetta er svo hressandi :) Er vanalega mætt í skólann nývöknuð og mygluð kl 9 og er svo að berjast við að vakna til hádegis! Breyttir tímar framundan....
Ég fór í Laugar með Stínu bæði á laugardaginn og í morgun, hún er svo mikill orkubolti stelpan, í gífurlegu formi! Mér leið hálfpartin eins og aumingja við hliðina á henni, hahahaha... En hún er svo hvetjandi "áfram Hlín þú getur þetta, tvær í viðbót" :P Svo tók hún við og þyngdi um helmin og blés ekki einu sinni úr nös!!

Annars er mest lítið að frétta, man allavega ekkert krassandi í augnablikinu.... Helgin var frekar róleg, skrapp aðeins út á lífið á laugardagskvöldið. Svo borðaði ég dýrindis mat hjá honum Árna mínum á sunnudaginn, algjör lúxus, nammmm....