Dauði og djöfull (afsakið orðbragðið)
Haldið þið ekki að stelpudjammið hafi breyst í bíóferð :( hrmpf... Svava nú verður þú bara að redda þessu þegar þú kemur heim, við erum hálf sorglegar án þín.
Það var svosem alveg nóg að gera hjá mér, hefði eiginlega ekki mátt við því að vera þunn á sunnudeginum. Ekki það að ég hafi verið eitthvað úber dugleg þessa helgi. Heimilisstörfin fengu að sitja á hakanum og það kemur auðvitað í bakið á mér núna á þessum indæla mánudegi. Í staðin fyrir sjónvarpsletigláp, er ég á fullu að þvo og taka til, gaman gaman :P
Ég varði líka mestum tíma hjá honum Árna besta um helgina, kom voða lítið heim. Þannig að þetta var vel þess virði :)