MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, nóvember 01, 2004

Daginn.... :)

Jamm og jæja, þá er Stína fína komin með blogg :)Ég skellti inn link hér til hliðar.
Var ofboðslega dugleg í morgun, skellti mér nefnilega á æfingu kl 7 og mætti svo galvösk í skólann kl 9, fyrst af öllum takk fyrir :) Ég kemst því miður ekki svona snemma í ræktina á hverjum degi, en gæti sjálfsagt verið mætt korter í átta og tekið smá brennslu til níu. Þetta er svo hressandi :) Er vanalega mætt í skólann nývöknuð og mygluð kl 9 og er svo að berjast við að vakna til hádegis! Breyttir tímar framundan....
Ég fór í Laugar með Stínu bæði á laugardaginn og í morgun, hún er svo mikill orkubolti stelpan, í gífurlegu formi! Mér leið hálfpartin eins og aumingja við hliðina á henni, hahahaha... En hún er svo hvetjandi "áfram Hlín þú getur þetta, tvær í viðbót" :P Svo tók hún við og þyngdi um helmin og blés ekki einu sinni úr nös!!

Annars er mest lítið að frétta, man allavega ekkert krassandi í augnablikinu.... Helgin var frekar róleg, skrapp aðeins út á lífið á laugardagskvöldið. Svo borðaði ég dýrindis mat hjá honum Árna mínum á sunnudaginn, algjör lúxus, nammmm....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home