MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, október 18, 2004

Brrrrrr...... kalt

Hver pantaði þetta veður? Allavega ekki ég! Er ekki vaninn að það komi fyrst snjór í Esjuna, svona til að vara mann við. En það þýðir víst ekki að grenja yfir þessu, ég bý á Íslandi.
Var líka fljót að grafa upp lopahúfuna góðu, trefilinn og eyja-vettlingana, skafan er komin á sinn stað og allir ofnar á fullt :)
Það er líka svo kósý að kveikja á kertum þegar það er orðið dimmt og hlusta á rokið úti, eða klæða sig extra vel og fara í góðan göngutúr.
Hugsa jákvætt........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home