furðulegt
Ég er búin að vera skráð á friendster í ca. eitt og hálft ár og hef aldrei breytt neinu í sambandi við skráninguna. Skráði mig bara af því ég var alltaf að fá svona "invite" frá vinum mínum í skólanum. Svo núna, allt í einu, er ég að fá allt að fjögur mail á dag frá einhverjum strákum sem vilja endilega vingast við mig og hafa rosalegan áhuga á Íslandi :/ Skil þetta bara ekki, því ég hef engu breytt og er aldrei þarna inni.... Gruna helst að ég hafi lent á einhverjum "singles" lista þarna eða eitthvað. Eða eru þetta bara einhverjir víbrar sem ég gef frá mér um að ég sé ekki á markaðnum lengur ;) Það vill nefnilega oft gerast þegar maður er að deita einhvern að karlmennirnir gjörsamlega hrúgast í kringum mann og maður hefur ekki undan að svara smsum frá gömlum deitum! Svona er þetta bara.... en samt, furðulegt...
....og já, held að ég sé komin í blogggírinn aftur (vá þrjú gé!)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home