freak out!
Ég er klikkuð, ef ég verð ekki komin inn á Klepp um jólin, þá veit ég ekki hvað :-/ Í dag skrapp ég til hennar Antítu vinkonu minnar á skrifstofunni og skráði mig í svo mikið sem 20 einingar þessa önn....... Ætla nefnilega að reyna að hafa síðustu önnina svolítið afslappaða, eða þið vitið, ætla ekki að vera með óþarflega mikið af einingum með BA ritgerðinni og lokaverkefninu. Ég er samt svolítið spennt fyrir sumum fögunum, ég er til dæmis í raftónlistarsögu sem er snilld, kvikmyndatónlistarsögu, keramik, einhverjum málmsmíðikúrs sem nota bene næstum engin vildi fara í (skil þetta ekki) og svona smíða og prentverkstæðis kynningu. Svo nú er bara að krossa fingur og vona að mér takist þetta......... tek það fram að þetta sem ég gaf sem dæmi er bara brot af öllum kúrsunum sem ég tek ;)
Best að halda áfram að læra, á víst að halda fyirlestur á morgun um optimu (fontur), Hermann Zapf og hans tengsl við humanisma :P
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home