MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

miðvikudagur, september 08, 2004

ring ring........

Ég get svo svarið það.......... Afhverju hringir síminn alltaf þegar hann á ekki að hringja? Árni var í mat hjá mér í gær og nánast um leið og við settumst niður, hringir síminn! Ég svara.... vitlaust númer! Ég sest aftur og síminn hringir........ ég svara og tala....... sest niður...... og hvað haldið þið að gerist!?!?! Síminn hringir AFTUR!!!! Þetta er ótrúlegt, afhverju er þetta ekki svona þegar maður situr einn heima og hefur ekkert að gera?

Annars var ég að spjalla við hana Svabbalínu áðan á msn :) Held að hún sé búin að koma sér vel fyrir og er að spá í að skralla svolítið næstu helgi, spjallið var því miður stutt svo nú er bara að vona að hún fari að blogga stelpan ;)

Svo er krúsilíus að koma heim á morgun :) Hann kemur einhvern tímann um hádegið, örugglega brúnn og sætur. Spjallaði smá við hann í gær og hann hafði ekki undan að segja mér frá öllu sem hafði gerst. Þau voðu búin að sjá sæljón og faða í ðennibðautina og í dýðagaððinn og fá ís og macdonalds. Svo var hann alveg með það á hreinu að hann væði með ofnæmi fyðið hnetum, stóðum hnetum (afþví honum finnst þær ekki ekki góðar!!) Algjör mús :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home