MÚSÍMÚS

Bjartsýni er smitandi, skortur á henni líka!

mánudagur, ágúst 09, 2004

Grænmetis þjónustufulltrúi?

Það er ótrúlegt hvað ókunnugu fólki finnst það alltaf verða að tala við mig þegar ég er að versla eða bíða á biðstofum. Það mjög sjaldgæft að ég fái frið heila verslunarferð! T.d. áðan var ég að versla í Hagkaup, var að velja mér epli í rólegheitum þegar eldri kona snýr sér að mér og byrjar að tjatta. Konan: "Guuuð, það er svo mikið úrval finnst þér ekki" Ég: "hehe, jújú það er erfitt að velja" Konan: "þetta er bara alltaf að verða erfiðara og erfiðara, það eru hollensk, þýsk, spænsk. Maður þarf bráðum að fá sér sinn eigin þjónustufulltrúa í grænmetið bara, hahahah" Ég: "hahaha, já væri það ekki fínt, mælum bara með því við verslunarstjórann á leiðinni út" :S
Þetta var svo sem ekki slæmt, en þegar maður er kannski fastur í röð og einhver byrjar að tala um veðrið eða hve biðin er orðin löng...... úff!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home